Löng helgi og viðburðarrík

Jæja þá fór ég í þriðju kjólamátun á föstudaginn og viti menn.... ég fann hann Hlæjandi  Ég var búin að skoða hátt í 500 kjóla, ýmist á netinu eða á brúðarkjólaleigum.  Ég var auðvitað alltaf að leita að kjól með háu hálsmáli til að fela örið og brunninn en það var ekki að ganga nógu vel.  Það eru bara eiginlega engir svoleiðis kjólar til á Íslandi a.m.k.  Ég hafði fundið slatta af þannig týpum á ýmsum erlendum vefsíðum.  En ég lagði sem sagt upp með þetta í upphafi leitar að kjól en ákvað svo bara að gefa skít í það og mátaði fleiri týpur.  Og fann hann svo í Tveimur hjörtum í Bæjarlind.  Þvílíkt góða þjónustu hef ég ekki fengið í nokkurri búð Hlæjandi  Afgreiðslukonan kom fyrst með einn tvískiptan í rauðum lit sem passaði svo ekki alveg og hann var allt of fleginn fyrir mig.  Svo sagði hún að hún væri alveg með rétta kjólinn fyrir mig en hann væri.... svona og svona (segi ekki of mikið).  Jæja komdu með hann sagði ég, ég verð að prufa hann.  Og voila - hann smellpassaði á mig Hlæjandi Hlæjandi Hlæjandi og hún sýndi mér ýmislegt skart sem ég prufaði með og kórónu og allar græjur og ég kolféll fyrir þessu öllu saman.  Ég segi ekki hér í hvaða lit kjóllinn er eða hvernig hann er því eitthvað verður nú að koma á óvart.  Ullandi  En þessi kjóll er alveg nýr, hann var keyptur nú í mars og engin kona hefur verið í honum áður þannig að ég verð sú fyrsta.  Geggjað maður.  Bogga kom með mér og Ágúst litli (sonur hennar 4 mánaða) og það var frábært að hafa hana með.  Hún tók fullt af myndum sem ég get ekki hætt að skoða, he he.  Nú get ég farið að ákveða skreytingarefni, liti í brúðarvöndinn og annað í þeim dúr fyrst kjóllinn er kominn.  Nú og skóna vantar mig líka Glottandi S P E N N A N D I ...

Þegar kjóllinn var kominn í leitirnar fórum við Bogga og Ágúst í Maður lifandi og fengum okkur Burritos með grjónum og grænmeti.  Ótrúlega góður matur þarna alltaf og svona líka bráðhollur.   Litli kútur var eins og ljós allan tímann í bæjarferðinni okkar.  Rétt opnaði augun en var svo þreyttur að hann ákvað að sofa bara meira.  Svo fórum við í kaffi heim til Boggu og ég skellti mér síðan í lyfin um tvöleytið.  Þau tóku ekki nema klukkutíma að þessu sinni (gott að geta hringt á undan sér) svo ég var rokin aftur austur um þrjú.  Fór í óvissuferð með kellunum í krb.fél í Árnessýslu um fimmleytið og við fórum að Sólheimum í Grímsnesi.  Við lentum nú í smá vandræðum á leiðinni því við festum okkur Ullandi  Það var verið að hefla veginn og við þurftum að víkja fyrir heflinum og lentum þá í ruðningi og þar sat kálfurinn okkar pikkfastur.  En við brugðum okkur bara út úr rútunni og nokkrar vaskar kellur ýttu henni bara upp.  Ég tók auðvitað myndir af því á meðan, hehe.  En svo hoppuðum við aftur inn og héldum áfram.  Á Sólheimum tók á móti okkur Kolla í Bergmáli (samtökin sem buðu mér í Bláa lónið nú í vetur) því nokkrir Bergmálsvinir voru þangað komnir í sína árlegu orlofsviku.   Við fengum að borða þarna og fórum svo með þeim á kvöldvöku í Sesseljuhúsi.  Þar sungum við nokkur lög og svo kom hann Einar Júl (sem stofnaði m.a. Hljóma) úr Keflavík og söng fyrir okkur og sagði skemmtilegar sögur.  Nú svo var auðvitað endað á kvöldkaffi að hætti Bergmálskvenna og það var voða gaman að hitta þær aftur sem voru í Lóninu í Febrúar.  Þær ætluðu varla að þekkja mig því ég er komin með svo mikið hár Ullandi Brosandi Hlæjandi því ég var með smá brodda þegar þær sáu mig síðast.  Þeim fannst ég ekkert smá flott svona.  Og það var nú ekki leiðinlegt.

Á laugardaginn fórum við Stebbi að kjósa og brunuðum svo á Selfoss og sem leið lá til Reykjavíkur.  Ætluðum á grillhátíðina hjá Krafti í Hellisgerði.  En við komumst ekki lengra en til Hveragerðis því blessaður jeppinn bilaði á leiðinni.  Fýldur Já ég sagði BILAÐI.  Einhver slit í legum skilst mér...  Djöf#$%&"#og við komumst því ekki í grillið og ég sem var búin að hlakka svo til að fara.   Oooooh ég var nú svolítið svekkt  Öskrandi  En pabbi kom og sótti okkur og Sigrún fór svo með þeim upp í sumarbústað en ég fór heim. 

Um kvöldið fórum við Stebbi auðvitað á kosningavöku í Þingborg.  Þar náðum við í restina á snyrtivörukynningu og sölu á hinu ýmsa skarti.  Loksins kom svo að því að tilkynna hvaða nafn varð fyrir valinu á nýja hreppnum okkar.  Hann hlaut nafnið Flóahreppur.  Ágætis nafn það því við erum jú svoddan Flóafífl, muuuhhhaaaaaaa.  Og síðan voru kunngjörð úrslitin í kosningunum.  E-listinn fékk 3 menn inn og Þ-listinn 4 menn.  Jafnara gæti það nú ekki verið...  Nú þetta var held ég eini staðurinn (eða einn af fáum a.m.k.) á landinu þar sem var um sameiginlega kosningavöku listanna að ræða.  Öll dýrin í skóginum í sveitinni eru nefnilega vinir.  Glottandi Þetta var það fréttnæmt allavega að myndir birtust á NFS og Stöð 2 í fréttunum í hádeginu í gær frá kosningavöku þessari.  Og ef vel er gáð má sjá hvar bóndinn minn situr hinn stilltasti við borð með nokkrum góðum sveitungum og jú það sást glitta í mig þarna einhversstaðar við borðið líka í appelsínugulri peysu.  Og Berglind systir hans Stebba sást þarna í góðum prófíl en það var dáldið erfitt að þekkja hana þar sem hún hafði tekið þátt í tískusýningu fyrr um kvöldið og var því uppstríluð með eindæmum þarna.  Rosa skutla.  Það er hægt að skoða þetta hér  http://www.visir.is  á vef tv.  Þar er hægt að velja Kosningar 2006 og þá Kosningavakt 13-18 (frá 28.05) og hún byrjar á Þorfinni Ómarssyni þar sem Mörður og einhv. kemur í viðtal til hans, svo er sýnt frá Árborg (Eyþór m.a.) og svo kemur Flóafréttin þar sem við erum öll að fagna.   Jibbí gaman gaman.. hoppum allir saman Hissa

Við enduðum svo helgina á því að hendast upp í Brekkuskóg í gær til að ná í prinsessuna okkar.  Fórum þar í pottinn með henni og fengum svo grillaðan lax og fínheit að því loknu. 

Enn ein ný könnun hér til hliðar!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl viðburðarík helgi en leitt með jeppann, frábært að vera búin að finna kjólinn. Sjáumst kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 18:46

2 identicon

Blessuð og sæl viðburðarík helgi en leitt með jeppann, frábært að vera búin að finna kjólinn. Sjáumst kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 18:46

3 identicon

Hæ eskan og innilega til hamingju með að vera búin að finna kjólinn;o) Ég man sko vel tilfinninguna! Ég er loksins að fara eignast líf aftur eftir að hafa hreinlega leigið yfir bókunum og ekki leift mér neitt annað!
Skrifaði loksins færslu í dag eftir langa pásu;)
Er í augnablikinu heima hjá vinafólki okkar sem býr 2 götum frá okkur, að passa strákana þeirra 7 og 2 ára á meðan foreldrarnir eru uppi á fæðingadeild!!! svaka spennó, vatnið var farið þegar ég kom áðann og hún vonaðist til að ná upp á fæðingadeild áður en barnið kæmi;o)
frábært að heyra um brúðkaups undirbúning, þetta er svooo gaman!! gæti sko alveg hugsað mér að vera svona "wedding planner")
knús og kossar Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband