25.5.2006 | 16:47
Loksins komið sumar??
Jæja er nú sumarið að koma eða...??? Hér er allavega búið að vera 14 stiga hiti í dag og sólin aðeins búin að láta sjá sig. Við erum búin að vera svolítið úti að skottast. Reynir Örn og Svava komu í heimsókn og Sigrún og Reynir eru búin að vera voða góð að leika saman úti og inni á víxl. Þau fóru meðal annars með Stebba út í Brandshús á traktornum. Rosalega gaman.
Nú fer ég í Tvö hjörtu á morgun í kjólamátun nr. 3 Er annars búin að vera að skoða fullt af vefsíðum af Norðurlöndunum. M.a. www.nixa.se og www.brudesalonen.dk og fann alveg fullt af kjólum þar sem gætu gengið upp fyrir mig. Ég get allavega haft margar týpurnar þarna að leiðarljósi ef ég læt sauma á mig kjól. O þetta er svo spennandi
Fer líka í lyf á morgun og svo í óvissuferð seinni partinn. Vonandi verð ég allavega komin heim úr lyfjunum áður en rútan fer. Þetta er ferð á vegum Bandsins (krb.félagið í Árnessýslu). Svo á laugardaginn er grillhátíð á vegum Krafts í Hellisgerði í Hafnó. Við stefnum þangað að sjálfsögðu og svo er kosningavaka í Þingborg um kvöldið sem maður má ekki missa af. Held að við hjónaleysin séum búin að gera upp hug okkar hér í sveitinni.
Hafið það gott um helgina og munið nú að nýta kosningaréttinn og fara á kjörstað.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að heyra frá því hvernig gekk í mátun nr.3, þetta er svo gaman. Það bara versta við þetta er hvað tíminn er rosalega fljótur að líða. Það er eins og lífið hjá manni fari á hraðspólun eftir 25 ára aldur.
Við erum að fara í skýrn hjá Þórði bróðir í dag, það er voða spenna í gangi þar.
Enn hafðu það nú sem best og góða skemmtun í öllu því sem er framundan hjá þér.
kv. Sigga Sigf
Sigga Sigfús (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 08:51
Takk Sigga mín. Já mátunin gekk MJÖG vel. Búin að fá kjól ;o) Segi ykkur meira frá því seinna. Nú er ég rokin í Hafnarfjörðinn á grillhátíð.
Rannveig Bj. (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 11:16
Frábært að þú skyldir hafa fundið kjól. Maður hefði nú haldið að eina leiðin til að finna alla flóruna af sniðum væri að skoða brúðarkjólana. Annars finnst mér svona Jackie O. snið henta konum í okkar stöðu. Þú veist svona beint undir viðbeini og aðeins tekið saman á öxlunum. Æ veistu hvað ég meina. En gangi þér vel í undirbúningnum í sumar þetta er örugglega rosalega gaman. Kveðja, Hildur Sif
Hildur Sif (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 22:37
Já rosalega var gaman að koma með þér að skoða kjóla, algjör heiður mundi ég segja:) Best að segja ekki meir í bili. Vonandi skemmtuð þið ykkur vel á kosningarvökunni, voru ykkar menn ekki örugglega sigurvegarar???? Voru ekki allir flokkar sigurvegarar í þessum kosningum???? Ef flokkur var ekki að bæta við sig fylgi miðað við skoðanakannanir þá var hann að bæta við sig fylgi miðað við fylgi í síðustu kosningum, Ef flokkurinn var hvorki að bæta við sig fylgi miðað við skoðanakannanir né síðustu kosningar (sem sagt tapa fylgi) þá var hann að vinna varnarsigur???? Er nema von að maður skilji ekki mikið í pólitík:)
Sigurborg (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 00:06
Það verður spennandi að fá að sjá þig í kjólnum, þú verður nú að koma með myndir og sýna okkur á kaffistofunni....þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.