21.5.2006 | 22:22
Nýr garður
Jæja þá eru komnar myndir af garðvinnunni sem fór fram hjá okkur um helgina. Gömlu beðunum var bara mokað í burtu og settur nýr jarðvegur og búin til ný beð. Einnig breikkuðum við göngustígana hjá beðunum því við höfum beðin á 2 pöllum núna í staðinn fyrir 3. Þið getið séð myndir af þessu hér í albúmi merktu Maí 06. Þetta er þvílíkur munur og miklu snyrtilegra. Við settum eitthvað af gömlu fjölæru blómunum aftur í (eftir að búið var að saxa verulega af þeim) og svo er bara að sjá hvort þær þoli álagið þegar líður á sumarið. Blómarósin á myndunum var voða dugleg að hjálpa til en annars á Stebbi heiðurinn að þessu öllu saman Yndislegur þessi elska. Enda ætla ég að giftast honum í ágúst, he heh!! Og stefni að því að fara í mátun nr. 3 í vikunni. Ætla að panta tíma á morgun.
Annars er komin ný könnun hér til hliðar og væri gaman ef þið tækjuð nú þátt í henni svona til gamans.
Þið sjáið fleiri myndir ef þið smellið á Athugasemdir hér fyrir neðan en þið sjáið þetta betur í albúminu. Endilega segið hvað ykkur finnst.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er rosalega flott hjá ykkur í garðinum. Ég er nú samt að spá í að skoða þetta í eigin persónu þegar við förum í fríið! Sjáumst, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 10:27
Það er allt annað að sjá garðinn eftir hamfarir húsbóndans og heimasætunnar á bænum. Það léttir mikið yfir garðinum að minnka beðin og stækka göngustíginn. Gangi þér vel í kjólamátun 3 og mundu eftir að taka myndir, það er svo gaman að stúdera þær þegar heim er komið. Hlakka til að sjá útkomuna í ágúst. Kv. Kristín
Kristín Þóra (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.