21.5.2006 | 10:40
Finnland - ja hérna hér!
Ja hver hefði trúað því að Finnland ætti eftir að rústa Eurovision með þessu líka "freaksjóvi" Ég varð allavega MJÖÖÖÖG hissa þegar ég sá að þeir væru á góðri leið með vinna þetta og svo varð það raunin. Lagið er reyndar mjög gott, reyndar heyrir maður vel í Iron Maiden, Metallica, Poison, Kiss og hvað þetta heitir allt saman þarna í gegn og eins datt manni strax í hug stæling á Noregi síðan í fyrra en hvað með það. Já ég segi bara Hard Rock Hallelúja!!! Kannski maður skelli sér á keppnina að ári... hver veit!?
Við Stebbi fengum okkur svo humar í gærkvöldi... Nammi namm... djöfull er hann alltaf góður. Steiktum hann í skelinni á pönnu upp úr miklu smjöri og hvítlaukssalt og pipar yfir og ristað brauð með. Klikkuðum á hvítvíninu með en það slapp til með coke light. Horfðum svo á stigagjöfina í Euro með og vorum alltaf jafn hissa þegar við sáum bilið aukast á milli Finnanna og þeirra sem voru nr. 2... voru það ekki Rússar? Ég sem var svo viss um að Carola hin sænska tæki þetta. Smá ABBA fííílíngur þar... En þetta segir manni bara það að Eurovision er að breytast... maður sá það nú með Norsurunum í fyrra. Já þótt hún Silvía Nótt okkar hafi ekki komist áfram. Hver skildi þá fara næst fyrir okkar hönd??? Er ekki bara rétt að senda Hjálma eða Í svörtum fötum... ja eða bara Stuðmenn með enn einn slagarann. Svei mér þá.
En Stebbi er búinn að breyta garðinum okkar heldur betur. Hann kom á litlu traktorsvélinni úr fjósinu inn í garð í gær og mokaði einu beðinu hreinlega í burtu. Þetta var hvort eð er allt orðið ljótt og komið í órækt þannig að hann skipti líka um jarðveg. Svo er bara að sjá hvort hægt sé að setja eitthvað annað þarna í. Skelli inn myndum af þessu við tækifæri fyrir ykkur sem "komast ekki í sveitina til að berja þetta augum"
Seeee yaaa, bææjjj
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning um að senda bara Greifanna í júró ????!!!!! :)
Anna Kristín (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 14:14
Jeminn Greifaaðdáandinn sjálfur gleymir að stinga uppá þeim. So sorry, he he. Auðvitað fara þeir bara og rúúúústa þessu.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.5.2006 kl. 16:40
Hæ hæ já ég er bara ánægð með Finnana flottir og gaman að sjá og heyra eitthvað nýtt í þessu, annað en pop og ballöður. Þeir eru búnir að ryðja veginn fyrir rokkið í Evrovision. Já sammála humarinn klikkar aldrei ummmm...
Bið að heilsa í bili
Kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 18:20
Gleymdi að minnast á það í síðasta kommenti að það er auðvitað skandall í sögu Eurovision að Gente di mare skyldi ekki vinna........ég meina það !!! Og hananú og bittenú og hoppoghí og trallala :-)
Sandra dís (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.