19.5.2006 | 18:59
Kominn föstudagur ???
Jahérnahér... kominn föstudagur enn einu sinni. Maður verður orðinn grár og gugginn áður en maður veit af.
Vorsýningin í Árbæ hófst í dag og tókst svona glymrandi vel. Fallegustu listaverk út um allt hús. Börnin á Fosskoti sungu svo 4 lög og stóðu sig svoooo vel að maður fylltist stolti. Og það var líka alveg ofsalega vel mætt að annað eins hefur varla sést. Frábært alveg.
Við mamma fórum í bæinn í gær og ég mátaði nokkra brúðarkjóla í 2 búðum. Sandra og Sibba komu líka með (á sinn hvorn staðinn) og það var voða gaman og gott að fá nokkur álit. Ég tók nú nokkrar myndir af mér í 2 kjólunum og leist nú nokkuð vel á annan þeirra. Það er nú ekki um marga kjóla að ræða fyrir mig þar sem ég er með sérþarfir út af "mínu vandamáli" ef þið vitið hvað ég meina. Það ræðir ekkert um neina flegna kjóla fyrir mig og ég myndi helst vilja hátt hálsmál eða allavega lítið flegið en það er nú ekki mikið úrval af svoleiðis týpum. Flestir eru þessir kjólar hlýralausir eða með mjóum hlýrum eða þá svoooo flegnir að maður yrði hræddur um að brjóstin poppi bara uppúr. En við mamma kíktum aðeins í Prinsessuna og þar mátaði ég nokkra kjóla sem eru ekki svokallaðir "hefðbundnir brúðarkjólar" heldur meira svona samkvæmis. Mér leist roooosalega vel á einn þeirra sem hefði kannski verið hægt að laga aðeins að mínum þörfum en ég ætla nú að máta meira og panta mátun á allavega 2 stöðum í viðbót og sjá svo til. Get samt eiginlega ekki hætt að hugsa um þennan í Prinsessunni en klikkaði alveg á því að taka mynd af honum þar sem við mamma höfðum svo lítinn tíma þar því við áttum að mæta annarsstaðar stuttu síðar.
Jæja. Afmæli og Eurovision á morgun... engin Silvía Night (kannski sem betur fer miðað við viðtökurnar þarna úti í gær) svo ég hef ákveðið að halda bara með Carolu hinni sænsku. Voða flott pía með mjög sigurstranglegt lag að mínu mati. Svo gætu nú reyndar Írarnir tekið þetta með þessa væmnu ballöðu sína. Það yrði þá í hva... 8 skiptið sem þeir myndu vinna er þakki?!? Ég man nú eftir þeim hérna um árið með Hold me now með Johhny Logan. Það var sko árið 1987 og þá var Gente di mare í 2. eða 3. sæti sem hefði auðvitað átt að vinna. Snilldarlag og besta Eurovision lag allra tíma. Eða það finnst mér að minnsta kosti og ég þykist vita að sumir sem lesa þetta blogg eru sama sinnis. Nefni engin nöfn en ef þið þorið að koma hér undir nafni þá...
Góða helgi allir landsmenn til sjávar og sveita. Vejo vejo.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já ég skil þig vel að vera í vanda með að velja hin einna sanna kjól fyrir einn stærsta dag lífs þíns væna mín og eins og þú segir þá er þitt "vandamál" ekki til að auðvelda það, en blessuð vertu ekki að hafa áhyggjur af því hvort kjóllinn er "týpískur" brúðarkjóll eða ekki, hin gömlu góðu gildi að gifta sig í hvítu til að undirstrika...... you know eru hvort sem er brostin í þínu tilfelli:)
Kv. Bogga (fyndna)
PS sammála þér með Gente di mare, skandall að það hafi ekki unnið þessa keppni, en hver er annars svona mikill aðdáandi líka???????
Sigurborg (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 21:21
jiiii var gente di mare júróvisjón lag? alveg var ég búin að gleyma því!
annars finnst mér þetta írska lag drepleiðinlegt og ég skil ekki enn af hverju belgíska lagið komst ekki áfram!
en nóg um það, gaman að lesa með brúðarkjólamátun! ég á einmitt 2ára brúðkaupsafmæli á mánudag en ég gifti mig rétt áður en ég greindist :/ þetta er yndislegur tími :D
maría erla (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 11:04
Hæ hæ ég lét sauma á stofu minn kjól eftir mínu höfði og það var alls ekkert dýrara en að leigja !!!! Og ég ánægð
Anna Kristín (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 14:20
Ég heiti Sandra og ég er Gente di mare aðdáandi......jamm, þar hafiði það, viðurkenni þetta fúslega :-)
Sandra Dís (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.