14.5.2006 | 16:27
Mæðradagurinn
Elsku mamma! Hjartanlega til hamingju með daginn
Var fólk að taka eitthvað mark á þessu bulli mínu í gær? Þetta var nú bara smá grín svona á laugardegi. Ekkert illa meint. En það er samt ákveðin kurteisi að kvitta fyrir sig og stundum þarf maður að minna á það á meira áberandi hátt en oft áður, he he. Þannig að ef þú lesandi góður vilt ekki láta hrauna yfir þig þá skaltu bara kvitta og málið er dautt!!
Í gær gæsuðum við Kollu (rauðu) og byrjuðum á því að vekja hana eftir næturvakt. Skutluðum í hana morgunmat og brunuðum svo af stað til Reykjavíkur. Byrjuðum á Grasagarðinum í picknick með rauðvín, osta, vínber og nice. Fórum svo í Nordica Spa þar sem gæsin fékk heilnudd og nokkrar af hópnum fengu axlarnudd í pottinum. Ægilega notalegt... fórum svo í diskókeilu þar sem ég malaði kellurnar en 2 úr hópnum höfðu aldrei áður farið í keilu. Bara gaman að því. Enduðum svo á því að fara að borða á Tapas barnum. Rosalega góðir smáréttir og bjór með. Þetta var hin besta ferð og við fengum sól og gott veður allan tímann. Svo var brunað aftur austur á Selfoss og við kíktum í Pakkhúsið. Ég staldraði nú ekki lengi við þar því þar var pakkað af fólki og slatti sem ég kannaðist ekki við þannig að ég ákvað að ganga bara heim... ég held ég gangi heim, held ég gangi heim... til mömmu og pabba þ.e.a.s. og gisti þar.
Við Sigrún erum svo búnar að fara í Töfragarðinn á Stokkseyri í dag í blíðunni og það var hin besta skemmtun. Mæli sko með þeim stað á svona blíðviðrisdegi. Þar geta börnin hoppað á risa hoppudýnu, klifrað í köðlum og rennt sér í rennibrautum, farið í bílana og skoðað nokkrar tegundir af dýrum. Voða gaman.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ eskan mín;o)
verð að játa á mig sök;( hef ekki kíkt á bloggið þitt í langan tíma, eða nokkuð annað á netinu ef útí það er farið! Er í prófum þessa dagana og að vinna þess á milli þannig að ég hef ekkert leift mér að fara á netið... er að fara í skriflegt ensku próf á morgun og það eru 3 próf eftir... svo fer ég vonandi að eignast líf aftur og þá lofa ég að fara að blogga aftur og kvitta;o)
Sé að það hefur verið rosa stuð hjá ykkur stöllum að gæsa Kollu, það var nú gott og bið ég kærlega að heilsa henni!
Hafðu það nú gott og ég "kem inn" aftur og kvitta hjá þér um leið og ég fer að ná andanum;o)
Bið að heilsa þér og þínum!
Knús Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 18:41
Þetta hefur verið frábær helgi og áfram spáð góðu veðri. Svona á þetta að vera....sjáumst þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 11:25
Hæ hæ greinilega verið fín gæsun hjá ykkur. Mjög krúttlegt í gær þegar Sigrún hringdi og spjallaði við mig.
Kveðja Svava
svava Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 12:09
Sæl vinkona!
Hef verið frekar löt í kvittinu undanfarið, kannski maður reyni að bæta úr með þessu. Átti líka ágætis helgi í menningunni á Eyrarbakka, skoðaði málverk og minjar og hafði gaman af. Alltaf gott að komast út úr borginni í afslöppun...
Annars bara allt gott að frétta úr höfuðborginni og allir hressir
bestu kveðjur í sveitina
Sigga
Sigga K (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 13:37
kvitt kvitt :)
maría erla (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 12:34
Ætli það sé ekki komin tíma á að maður kvittar fyrir sig. Þetta hefur verið rosalega næs og skemmtilegur dagur með gæsinni. En spennandi dagur hjá þér á morgunn í mátun, þetta er svo gaman.
Heldur þú ekki að Jónína hafi ákveðið að fara í klippingu í dag og hún ákvað bara að redda því sjálf litla daman arrrr.
Sjáumst og heyrumst síðar kv. Sigga Sigf
Sigga Sigfús (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.