11.5.2006 | 18:16
Enn ein lyfjagjöfin búin...
Jæja þá er ég komin heim úr enn einni lyfjagjöfinni. Þetta gekk bara vel í dag og blóðprufurnar komu vel út... já já já... ble ble ble... mér finnst ég einhvernveginn alltaf vera að skrifa það sama hérna. En það er nú gott... þetta gengur allt vel... og allt það.
Þessar lyfjagjafaferðir mínar eru nú bara orðnar skemmtilegri en oft áður. Þó elskuleg systir mín hún Sibba sé búin að vera mér yndisleg stoð og stytta í þessu öllu saman með því að koma með mér í næstum því hverja EINUSTU lyfjagjöf frá upphafi. Húrra fyrir henni. En þá eru þessar lyfjagjafir orðnar skemmtilegri að því leytinu að ÉG FINN HREINLEGA EKKERT FYRIR ÞEIM og fæ þar af leiðandi engar aukaverkanir. Svo hitti ég orðið hana Boggu mína í hvert sinn sem ég kem í bæinn og fæ hjá henni eitthvert nýtt gúmmulaði í hvert sinn. Í þetta sinn fékk ég æðislega tómatsúpu og brauðbollur. Voða gott. Og kaffi og súkkulaði á eftir
En í gær fórum við leikskólakennarar úr Suðurlandsdeild Félags leikskólakennara að borða saman í Hestakránni á Skeiðunum. Þar fengum við dýrindis mat og skemmtum okkur konunglega við söng og gítarspil... að ógleymdu skemmtiatriðinu (sem mín lék meðal annars í). Þetta var svakalega gaman en hefði mátt vera meiri tími. Við vorum varla byrjaðar að syngja þegar við þurftum að fara að koma okkur heim.
Duri duri... duri duri duri... en ekkert svaaaaar... ekkert svar!!!
Ég varð náttúrlega að láta fylgja mynd af flottu sangríunni sem ég útbjó handa okkur liðinu á Flúðum um síðustu helgi Hún var sko æði. Það var bara eins og við værum komin á Kanarí aftur.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að allt gekk vel hjá þér. Þarf að fá uppskriftina að þessari sangriu.....Það verður meiri tími næst til að syngja, nú erum við í nefndinni....
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.