Eitt ár fljótt að líða

Já pælið í því.  Það er komið heilt ár síðan ég fór á leitarstöðina í krabbameinsskoðun til að láta líta á hnútinn sem ég hafði fundið fyrir nokkrum vikum áður.  Fýldur  Tíminn er ótrúlega fljótur að líða.  Ég hafði farið ein í bæinn og byrjaði á því að fara í Kringluna og fékk mér að borða.  Ætlaði svo að kíkja á buxnadragt eftir tímann.  Ákvað að hringja í Sibbu systur mína til að athuga hvort hún væri á lausu þennan dag og hvort hún vildi kannski koma og hitta mig.  Jú hún var laus og kom í Kringluna.  Við fengum okkur kaffi og svo ákváðum við að hún kæmi bara með mér í skoðunina og svo ætluðum við aftur í kringluna til að skoða dragtir.

Ég var óvenjulega lengi inni og Sibba vissi náttúrlega ekkert hvað var í gangi.  Hún beið frammi á meðan ég fór í brjóstamyndatöku og svo í sónar.  Þar var tekið sýni og röntgenlæknirinn tilkynnti mér að mjög líklega væri þessi hnútur í brjóstinu á mér illkynja krabbamein.  Gráta  Þarna komu fyrstu tárin.  Þetta var aldeilis kjaftshögg að fá.  Ég fór fram og borgaði og Sibba sá strax að eitthvað var að.  Ég sagði henni það sem læknirinn hafði sagt, og að ég yrði að fara í aðgerð til að láta taka hnútinn hvort sem hann væri góð- eða illkynja.  En líklegra hafði hún talið að hann væri illkynja.

Við Sibba fórum náttúrulega bara heim til hennar og fengum okkur sterkt kaffi og ég hringdi nokkur símtöl í mína nánustu.  Ég þurfti að bíða í 5 daga  eftir úrskurðinum og Sibba og Stebbi komu með mér í þann tíma.  Og við vitum nú framhaldið er þakki!? Fýldur

En einu ári síðar er ég bara hress.  Það versta er að baki, lyfjagjöf, brottnám brjósts, aftur lyfjagjöf, geislar og endurhæfing.  Nú komin aftur í vinnuna og það munar bara 2 dögum uppá að það hafi verið heilt ár sem ég var frá vinnu.  Skrítið.  Mér finnst þetta meira vera nokkrar vikur.  Óákveðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ elsku hetjan mín, vá hvað tíminn er fljótur að líða. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn geti sett sig í þín spor (nema að hafa staðið í svipuðum sporum sjálfur), þú ert búin að vera "ógeðslega" dugleg í þessu veikindaferli, ég dáist að hugrekki þínu og æðruleysi, og húmorinn,,,,, hann er sko ekki langt undan:) En gott að allt það versta er búið, allt bjart framundan!!! Haltu áfram að taka lífinu svona létt elsku vinkona:)
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 00:17

2 identicon

Ja hérna hér, heilt ár liðið!!! Tíminn flýgur hreinlega frá manni. Já það er óhætt að segja að margt hafi gerst á einu ári í þínu lífi mín kæra og þú hefur staðist þessa raun með miklum sóma :-) Nú er bara bjart framundan, sumarið að koma, byrjuð að vinna, brúðkaup og fleira skemmtilegt. Segi það enn og aftur, þú ert hetja!!!! Og þett'er orðið gott.......GOTTTHHH.......skaup.....átt'eld, heheheheheh

Sandra Dís (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 10:15

3 identicon

Tek undir með vinkonum þínum elsku nafna mín, húmor, æðruleysi og hugrekki hafa fleytt þér þangað sem þú ert komin og nú er bara bjart framundan, og enn og aftur, það er frábært að þú skulir vera komin aftur í vinnuna...

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 10:34

4 identicon

Já tíminn er fljótur að líða en hann hefur verið þér og þínum erfiður en þið eruð ótrúlega dugleg og þú algjör nagli :)

Anna Kristín (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 13:08

5 identicon

Þú ert rétt tæpu ári á eftir mér, ég fékk minn úrskurð i kringum 20 apríl en fór í brjóstnám 5 maí 2004, sem sagt tveggja ára "afmæli" á morgun. Tíminn hefur liðið ótrúlega hratt. kv Pálína

Pálína (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 15:00

6 identicon

Æj kæra Rannveig. Gott að þetta sé liðið og sumarið framundan með sinni sól og sælu.
Það er búið að vera svo gott að fá að fylgst með þér á netinu og sjá hvernig gengur hjá þér og ykkur.
Hafið það sem allra best.
Kveðja Ingibjörg Grettis

Ingibjörg Grettis (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband