20.6.2008 | 00:10
Björninn sást...
EKKI (ennþá amk) ... spurning hvort maður eigi að fara að vera hræddur og fá sér riffil
Ætli við mætum honum með lyng í annarri og blóm í hinni í Þjórsárdalnum um helgina?
Er annars góð bara. Sumarið allt framundan og sumarfríið fer að hefjast. Útilegur ofan á útilegur og Sigrún getur ekki beðið eftir einni sem fer að hefjast. Annars er hún á sundnámskeiði skvísan þessa dagana og gengur svona brilljant vel. Hef sjaldan séð hana eins spennta og ánægða með nokkurn skapaðann hlut svei mér þá
![]() |
Hálendisbjörn er hugsanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2008 | 10:51
G L E Ð I L E G A Þ J Ó Ð H Á T Í Ð
Blómin springa út og þau svelgja í sig sól - sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag. Því Lýðveldið Í S L A N D á afmæli í dag.......
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei! Það er kominn 17. júní.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2008 | 21:50
Tóm gleði í blíðunni
Já það er aldeilis búin að vera bongóblíða hjá okkur í leikskólanum síðustu daga. Maður sér brúnkuna spretta fram á börnunum og erum duglegar með sólvörnina í annarri og After sun-ið í hinni Já já það held ég núh! Á maður ekki að tala um veðrið þegar maður hefur ekkert annað til að tala um?
Dásamlegt alveg.
En við fórum í blómaferð til Hveragerðis í dag 4 ættliðir. Sem sagt Bogga amma, mamma, ég og Sigrún og keyptum sumarblómin hjá henni Ingibjörgu. Alltaf gaman að kaupa falleg blóm og keypti ég 2 leirker líka og Pelakóníu í þau sem ég ætla að hafa á tröppunum með von um að fæla burtu flugurnar Verður gaman að sjá hvort það virkar. Keypti svo Morgunfrúr og Ljónsmunna (hvítan) og ætla að setja þau blóm í steinabeðin mín í suðurgarðinum. Morgunfrú var uppáhaldsblóm Guðfinnu heitinnar sem bjó hér (amma hans Stebba) og mér finnst því upplagt að planta þeim í garðinn hennar. Ég hef gert það nokkur undanfarin ár. Svo keyptum við nokkrar Stjúpur sem Sigrún valdi sér til að setja framan við kofann hennar í lítið beð sem ég útbjó í fyrrasumar. Setti nú reyndar haustlauka í það s.l. haust en það komu bara nokkrir upp. Spurning hvort ég hafi snúið þeim vitlaust eins og pabbi
Koma þeir þá bara ekki upp í Kína?
Garðvinna hjá Boggu ömmu á morgun og ætlum við nokkrir ættingjar að mæta í það. Einnig þurfum við að klára smá tiltekt uppi hjá henni sem er nauðsynleg eftir skjálftann. Hún ætlar að elda kjötsúpu í liðið sem verður eflaust meistaraverk eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur
Dægurmál | Breytt 14.6.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 14:12
Framfarir
Það er gaman að sjá framfarir Sigrúnar á trampolíninu síðan í fyrrasumar. Hún er búin að æfa fimleika í vetur og núna fer hún í nokkurs konar heljarstökk og er óhrædd við að snúa sér á hvolf án þess að nota hendurnar. Alls kyns kúnstir eiga sér stað þessa dagana. Einn daginn var hún búin að vaska allt upp eftir kvöldmatinn þegar ég kom inn í eldhús En hún nennir ekki að læra að setja inn í uppþvottavél, demn!! Frekar vill hún vaska allt upp í höndunum - og sulla dálítið í leiðinni auðvitað
Hún þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni stúlkan
Set stutt myndbandsbrot með að gamni
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2008 | 11:20
Ein missir tönn - önnur fær rör
Jæja þá er búið að setja í mig Lester Jones rörið so I´m a double Mr. Jones Aðgerðin gekk vel og ég finn að rörið virkar sem skildi. Mér sýnist hann hafa sett eins rör og er hinumegin. Ég vaknaði bara vel eftir svæfinguna og fann bara aðeins til. Ákvað að biðja ekkert um frekari verkjalyf því síðast spöruðu þær sko ekki morfínið og mér leið vægast sagt illa þegar leið á daginn en núna harkaði ég bara af mér og er fín í dag. Tók 2 panódíl í gærkvöldi en annars ekkert meir. Enda þetta aðeins minni aðgerð en sú sem var gerð fyrir mánuði. Verð samt að passa mig á að krjúpa ekki mikið og fara að setja í þvottavél og svona eins og síðast
þá poppar rörið bara upp úr. Tek enga sénsa!
Sigrún fékk að gista enn og aftur hjá ömmu og afa á Fossveginum og hvað haldiði. Hún missti fyrstu tönnina í gærkvöld og setti hana undir koddann. Svo kom litli Tannálfurinn í nótt og skildi eftir smá pening handa henni. Hún var víst alsæl með þetta og fór í leikskólann áðan og sýndi öllum tönnina
Vorhátíð Krakkaborgar er í dag og þá fara allir í salinn og sýna smá leikrit eða söngatriði, kórinn tekur nokkur lög og svo er hún Sigrún mín að útskrifast úr leikskólanum. Einnig er sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið í vetur og ég ætla að reyna að kíkja á þetta allt saman á eftir. Er heima í nokkra daga í veikindaleyfi vegna þessarar aðgerðar en vonandi er þetta í síðasta sinn sem ég fer í aðgerð á augunum mínum. Kannski orðið ágætt þar sem þessi er nr. 5 í röðinni
Ætla að halda áfram að horfa á BBC FOOD. Vá maður hvað þeir eru að malla margt girnilegt þar. Ég sá áðan 2 týpur af tómatsalsa og svo eina góða Spicy soup, mmmmm.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar