Danssýning

  Við hjónin fórum á mjög skemmtilega danssýningu hjá dóttur okkar í skólanum hennar í dag.  Nemendur eru búin að vera á dansnámskeiði hjá Jóni Pétri og sýndu í dag það sem þau hafa verið að læra hjá honum.  Allir bekkirnir stóðu sig með prýði og hér á myndbandinu má sjá 1. og 2. bekk í einum dansinum.

Rörið farið ...

... og ég þarf að fara í enn aðra aðgerðina á hægra auga.  Rörið sem var skipt um síðast var aldrei farið að virka, það stóð alltaf meira og meira út úr augnkróknum og var alltaf stíflað af slími Crying  Alltaf = þessa 10 daga sem ég er búin að hafa þetta blessaða rör.  Það er kannski einmitt málið.  Þarf ég ekki að fá góðan prest til að blessa rörið svo það verði þetta blessaða rör Whistling  En að öllu gríni slepptu þá vindum við okkur aftur í lagið og Albert!  Ef þú vildir vera svo vænn og telja inn í lagið fyrir okkur LoL

Ég fer því enn og aftur í aðgerð á auganu um eða eftir miðjan nóvember og hún verður gerð í Fossveginum að þessu sinni því Háls nef og eyrnalæknir verður hafður með í ráðum að þessu sinni til að reyna að finna út úr þessu með nefið.... í nefið, í nefið í nefið ég fæ, í nefið ég fæ mér!!!

Er farin í sumarbústað með fjölskyldunni til að njóta lífsins með hvítt í glasi í heita pottinum við kertaljós.  Eigið góða helgi kæru landsmenn nær og fjær og passið ykkur á logandi graskerjum út um allt   


Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund...

Maður skilur ekki helminginn af öllu þessu krepputali í þessu þjóðfélagi og ég verð nú bara að segja það að fólk getur nú kennt sjálfu sér um meirihlutann á vitleysunni.  Ég meina hver þarf að aka um á 8 milljón króna jeppa sem hann á náttúrlega ekki rassgat í en gat fengið lán fyrir honum og jafnvel ekki þurft að byrja að borga af því fyrr en eftir 2 ár???????  Og endalaust heyrir maður um fólk sem hefur farið að byggja eða kaupa sér EINbýlishús (því það dugar ekkert minna) og ekki búið að selja hina eignina þegar sú nýja er keypt.  Borga af 2 húsum og halda bara að það gangi upp Shocking  Ja maður þarf allavega að hafa helvíti góð laun til að það virki.

Var ekki kominn tími til að ná fólki aðeins niður á jörðina? 

En jæja.  Það er komin ný færsla inn á "átakið" ef einhver hefur áhuga Undecided  ég skal hætta að rausa.


Augnaðgerð enn á ný

Mér finnst ég ekki skrifa annað hérna inn en að ég sé að fara í augnaðgerð Blush  Kannski ekki svo skrítið þar sem sú sjötta var gerð í gær.  Hún tókst vel skilst mér en hér sit ég gjörsamlega að kafna úr kvefi og er svo stífluð að augun fyllast af tárum sem ná ekki að renna rétta leið Pouty  Þannig að það er eins gott að ég á ársbyrgðir af bréfi sem ég vonaðist nú til að þurfa ekki að grípa til aftur.  En svona er lífið.  Fullt af óvissuþáttum Shocking  Bóndinn kemur heim í hádeginu með stíflulosandi handa mér og þá á ég við til að losa stíflu Í NEFI Tounge

Starfsdagur í vinnunni hjá mér á föstudaginn og einnig í Flóaskóla sem og námsmatsviðtöl á mánudaginn þar.  Þetta þýðir að Sigrún verður ekki í skólanum á föstudaginn og næsta mánudag og ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að gera við hana.  Skólavistun er nefninlega líka lokuð þessa daga Errm  Hvað gerir fólk við börnin sín þessa daga?  Ég veit reyndar að í stærri sveitarfélögunum er skólavistun í boði þá daga sem kennarar eru ekki við kennslu en það virðist ekki vera hægt í okkar litla hreppi. 

Nenni ekki að reyna að "redda" öllu þessa dagana!


Allir í bíó... mæli með Reykjavík-Rotterdam

Þriðjudagtilboð í Sambíóin

Sambíóin muna á næstu vikum bjóða þjóðinni að mæta alla þriðjudaga í kvikmyndahús þar sem miðaverð verður 500 krónur á allar kvikmyndir. ,,Og má því halda því fram að hvergi í heiminum sé hægt að fá lægra bíómiðaverð!" segir í tilkynningu.

Sambíóin skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og vinna samhent að því að létta undir með íslenskum almenningi.

,,Ástæða þessa fyrirkomulags er sú að Sambíóin hafa leitast eftir skilningi við sína erlendu birgja í kjölfar íslensks efnahagsástands með það að leiðarljósi að gleðja Íslendinga í erfiðu árfeðri."

Þriðjudagstilboðið gildir þó ekki í Lúxus/VIP sal.

Tekið af http://visir.is 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband