Fjögurra daga sæla í bústað :)

Jæja þá erum við mæðgur komnar heim eftir 4 frábæra daga í sumarbústað mö og pa LoL  Við fórum sem sagt á fimmtudaginn í blíðunni og skelltum okkur í pottinn og í sólbað úti á pall.  Við tókum hjólið hennar Sigrúnar með og hún tók smá hjólatúr.  Reyndar frekar erfitt að hjóla þarna þar sem mölin er frekar gróf og stórir hnullungar í veginum.  Hún kíkti bara í kaffi í næsta bústað Wink 

Á föstudeginum skelltum við okkur í sund í Reykholt.  Það var mjög gaman og lítil rennibraut sem Sigrún gat farið ein í og hlussaðist svo út í laug og hafði gaman að.  Reyndar fór mamman aðeins líka en rann nú frekar hægt niður W00t  Spurning hvor hafi hlussast meira útí, haaaaaa!  Við kíktum svo á kaffihúsið Klett þarna í Reykholti og fengum þar eina bestu villisveppasúpu sem ég hef smakkað.  Og nýbakaðar brauðbollur með.  Sigrún fékk sér borgara með grænmeti og kláraði hann fljótt og vel.  Drifum okkur svo í búst aftur í sólbað Cool

Á laugardaginn vöknuðum við svo við rigninguna sem buldi á þakinu og nutum við þess að vera inni og lesa blöðin í kyrrðinni.  Svo skellti ég mér í pottinn um kvöldið með Sigrúnu.

Á sunnudag var svo rok og rigning en við Sigrún fórum nú í góðan göngutúr í Brekkuskóginum og urðum haugblautar og fínar.  Veguðum salt og róluðum smá og skoðuðum býflugurnar og blómin Grin Fórum svo inn og horfðum á Ronju Ræningjadóttur undir sæng.

Svona á fríið að vera     Það eru komnar nýjar myndir inn á Sigrúnarsíðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Hvanndal

uhmm... hljómar alveg frábærlega...

geggjad ad geta komist svona adeins í burtu...

knús í kotid..

Thora 

Þóra Hvanndal, 14.7.2008 kl. 20:06

2 identicon

Hæ hæ

Þetta hljómar allt yndislega. Gaman að heyra hvað þú er jákvæð þrátt fyrir rigningunna. Svona á þetta að vera - finna alltaf það besta úr öllu. Förum nú að kíkja í kaffi í sveitina. 

Íris (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já Íris það er svo gott að eiga gott þak þegar það rignir vel

Verið velkomin anytime.  Kaffið í nýju vélinni klikkar aldrei

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123813

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband