Ein missir tönn - önnur fær rör

Jæja þá er búið að setja í mig Lester Jones rörið so I´m a double Mr. Jones LoL  Aðgerðin gekk vel og ég finn að rörið virkar sem skildi.  Mér sýnist hann hafa sett eins rör og er hinumegin.  Ég vaknaði bara vel eftir svæfinguna og fann bara aðeins til.  Ákvað að biðja ekkert um frekari verkjalyf því síðast spöruðu þær sko ekki morfínið  og mér leið vægast sagt illa þegar leið á daginn en núna harkaði ég bara af mér og er fín í dag.  Tók 2 panódíl í gærkvöldi en annars ekkert meir.  Enda þetta aðeins minni aðgerð en sú sem var gerð fyrir mánuði.  Verð samt að passa mig á að krjúpa ekki mikið og fara að setja í þvottavél og svona eins og síðast Undecided  þá poppar rörið bara upp úr.  Tek enga sénsa!

Sigrún fékk að gista enn og aftur hjá ömmu og afa á Fossveginum og hvað haldiði.  Hún missti fyrstu tönnina í gærkvöld og setti hana undir koddann.  Svo kom litli Tannálfurinn í nótt og skildi eftir smá pening handa henni.  Hún var víst alsæl með þetta og fór í leikskólann áðan og sýndi öllum tönnina Happy  Fyrsta tönnin farin

Vorhátíð Krakkaborgar er í dag og þá fara allir í salinn og sýna smá leikrit eða söngatriði, kórinn tekur nokkur lög og svo er hún Sigrún mín að útskrifast úr leikskólanum.  Einnig er sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið í vetur og ég ætla að reyna að kíkja á þetta allt saman á eftir.  Er heima í nokkra daga í veikindaleyfi vegna þessarar aðgerðar en vonandi er þetta í síðasta sinn sem ég fer í aðgerð á augunum mínum.  Kannski orðið ágætt þar sem þessi er nr. 5 í röðinni W00t 

Ætla að halda áfram að horfa á BBC FOOD.  Vá maður hvað þeir eru að malla margt girnilegt þar.  Ég sá áðan 2 týpur af tómatsalsa og svo eina góða Spicy soup, mmmmm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband