Kem alveg af fjöllum

Sigrún í Kerlingarfjöllum

Jæja þá erum við komin heim úr fjallaferðinni sem tókst svona líka glimrandi vel Hlæjandi  Ja fyrir utan þá leiðinda staðreynd að prinsessan á heimilinu er bullandi bílveik á þessum vegleysum sem við fórum.  En að öðru leyti tókst allt vel.  Við höfðum skemmtileg verkefni að leysa á leiðinni sem ein í hópnum var búin að búa til handa okkur og við HELDRI borgararnir í hópnum stóðum okkur með slíkri snilld að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð Glottandi  Við þurftum að semja texta og flytja hann, ráða 2 gátur, finna slattann allan af alls kyns hlutum á leiðinni eins og hjólkopp, bjórdós, hundasúru, hvönn, ber, vatn úr jökulá og bergvatnsá og ég veit ekki hvað.  Þetta gerði ferðina enn skemmtilegri og fróðlegri.  Við gistum á Hveravöllum síðustu nótt og komum svo við í Kerlingarfjöllum á leiðinni heim í dag.  Það var nú bara gaman þar sem ég hef ekki komið í K-fjöllin í 17 ár Hissa  Það rifjuðust upp hin ýmsu atriði í dag, kvöldvökurnar, skíðaferðirnar og margt fleira skemmtilegt Ullandi  en ég fór þangað fyrst á skíði í skólaferðalag með Barnaskólanum á Eyrarbakka vorið 1988 og svo aftur með 2 vinkonum sumarið eftir.  Rosa skemmtilegar ferðir og mikið skíðað Brosandi

Læt fylgja með eina mynd af skvísunni sem er tekin í Kerlingarfjöllum í dag.  Kveð í bili

Rannveig

Ein upprifjun að lokum:  (Óli skans)  Stafinn út, stafinn út.  Stemma beygja rétta.  Í einum kút, einum kút.  Er ég hreint að detta.  Valdi-Valdi-Valdimar!  Voðalega gengur það með vinstri beygjurnar Hlæjandi

Komnar myndir úr ferðinni á heimasíðu Sigrúnar Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ómægod hvað var nú gaman hjá okkur í Kerlingarfjöllum hér forðum :-) "Loðmundur á litla snót að vinu, lalalalalal...." o.s.frv. Var þetta ekki einhvern veginn svona???
Knús í sveitina frá mér og mínum
love S.

Sandra Dís (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 19:47

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha ha ... jú einmitt. Lætur Snækoll fóstra Úrill sinn... ótrúlega flott alveg :o)

Knús tilbage!

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.10.2006 kl. 20:27

3 identicon

Hæ elskan, rossalea var gaman að hitta þig um daginn, alltaf hægt að missa sig í blaðri, ég stefni svo á heimsókn í næstu viku!!!!
Ég gleymdi alltaf að segja þér (ykkur)að eftir að ég flutti hérna í Grenigrundina eignaðist ég 2 rosa fínar nágrannakonur,,,,,, Rannveigu og Svövu,,,,,, ekki sniðugt:) (mér finnst það alla vega)
Sjáumst í næstu viku!!
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 21:49

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hí hí jú mjög sniðugt :o) svona eins og í Þolló um árið.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.10.2006 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband