Bein lýsing...

... á veðrinu þessa stundina.  Það snjóar stanslaust og hefur gert frá því ég vaknaði í morgun.  Ég sit hér á 4.hæð á Fossveginum á Selfossi og horfi í norður og sé ekki Ingólfsfjallið.  Ég segi bara eins og unglingurinn sagði:  "Sjáiði fjallið, það sést ekki!"  En ég komst sem sagt í vinnuna kl. hálf tíu í morgun og fór auðvitað á jeppanum.  Stebbi átti bara eftir að setja eina litla ró í ferlíkið til þess að hann væri götufær og jú hann gerði það í morgun þannig að kerlingin kæmist í vinnuna Smile

En ég fór næstum útaf 2x í morgun því ég sá bara ekki veginn.  Snjóblinda og stórhríð gerði það að verkum en ég hægði bara á ferðinni og reyndi að fylgja þeim stikum sem eftir eru á Vorsabæjarveginum Undecided  Skyggnið varð betra þegar ég komst á malbikið og komst ég þá loks í vinnuna.  Heldur var dagurinn rólegur þar því margir sem ekki þurftu að fara út úr húsi nutu þess að horfa á veðrið út um gluggann Happy  Við fórum þó út með nokkur börn e.h. og þau óðu skaflana og snjóinn á allri leikskólalóðinni upp að klofi og við kennararnir hentumst á milli til að losa þau Tounge  en þeim fannst þetta bara mjög gaman og spennandi að fara út í svona veður. 

Í þessum töluðu orðum er Econline að draga jeppa hér fyrir utan eða reyna það en hann er fastur og kemst hvorki afturábak né áfram Errm  Æ Æ hann getur ekki meir á stóra jeppanum sínum Woundering  Nú fer hann og hleypir úr.  Skyldi það takast betur.  Framhald í næstu færslu LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

En akkvurju fórstu svo á Selfoss, komst éppinn ekki heim aftur?

Þú ættir að vita hvar minn er.kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 15.1.2008 kl. 16:56

2 identicon

já hlýtur að vera notalegt á Fossveginum og horfa yfir allt og alla sem eru að festa sig og spóla í snjónum.  Nú er það bara vélsleðinn sem kemur manni eitthvað áfram hehe....kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:54

3 identicon

Jibbýýý, nýtt blogg  Var farin að halda að það væri ekki allt í lagi með þig elskan.  Eins og vanalega er allt of langt síðan við heyrðumst síðast en nú styttist í hitting, mikið djö....hlakka ég til á laugardaginn maður, það er sko kominn nettur fiðringur í kellinguna skal ég segja þérSpurning hvort það er fært þarna uppfrá???  Ja þá er það bara jeppinn, ekkert flóknara en það.  Kær kveðja í sveitina

Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:09

4 identicon

Já nú er sko vetur, maður hlýtur að fá geðveika upphandleggsvöðva af öllum þessum mokstri....bara gaman að þessu og minnir okkur á hvar við búum...bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ja Helga það var svo mikil snjóblinda að ég sá svo illa veginn að ég kom við í kaffi hjá mö og pa   og fékk hjónabandssælu og allt hehe.

Svava í versta falli förum við bara á fjórhjóli og vélsleða uppí búst á lau híhí.

Sandra mín er síminn þinn bilaður???   Og ég er sko líka orðin spennt maður.  Spurning um að fara að pakka bara...

Ranna já nú er sko veturinn loksins kominn.  Mér finnst nú dálítið gaman að fá smá fútt í veðrið og færðina hérna á ÍSLANDI   Það var einmitt á Árbæjarplaninu sem Econlininn var að draga jepplinginn upp.  Þetta gekk á endanum hjá þeim

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.1.2008 kl. 11:57

6 identicon

Þú ert snilld!!!!!! Ekki hægt að segja annað

Bið að heilsa í sveitina!

Þórlaug (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 123808

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband