Honey honey... will you marry me?

Brúðhjónin fá sér tertusneið

Jæja þá er ég orðin FRÚ Koss Rannveig.

Brúðkaupið tókst mjög vel í alla staði.  Þetta var frábært alveg og dagurinn flaug áfram á methraða Fýldur  ALLT of fljótt að líða.  Ég var orðin ansi þreytt á fimmtudaginn í undirbúningnum en var svo bara hin hressasta allan laugardaginn og langt fram á nótt.  Við týmdum varla að fara heim því dagurinn mátti ekki taka enda Ullandi Hlæjandi 

Svo opnuðum við allar gjafirnar í gær og vá !!!  Þvílíkt magn af gjöfum.  Ég hélt við ætluðum aldrei að klára að bera út í bíl.  Sigrún fékk líka nokkra pakka og var sko hæstánægð með þetta allt saman.  Það gekk vel hjá þeim í Gaulverjabæ með skvísuna og hún var ofsa glöð með þetta allt saman.  Brosandi

En við viljum þakka ykkur öllum kæru vinir og ættingjar fyrir að eiga með okkur þennan frábæra dag og gera okkur hann ógleymanlegan.   Við eigum enn eftir að lesa á hjörtun góðu en ég leit á nokkur í gær þegar við týndum af trénu og þekkti nú skriftina á nokkrum Glottandi hí hí.

Við biðjum að heilsa ykkur öllum og heyrumst þegar við erum komin heim úr brúðkaupsferðinni okkar sem hefst í fyrramálið Glottandi

P.s  Skelli inn myndum hér á eftir (vonandi) úr brúðkaupinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð frú mín góða:-) já yndislegt brúðkaup falleg athöfn og mikil gleði yfir öllum. Ég skemmti mér konunglega og takk fyrir mig. ég segi góða ferð og vonanid eigið þið rómó daga í Köben Knús Svava

svava (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 20:14

2 identicon

Innilegar hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn.

Hafið það sem allra best í krúttlegustu borg í heimi.

Kveðja Ingibjörg, Sölvi og börn

Ingibjörg Grettis (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 21:49

3 identicon

Innilega til hamingju með að vera orðin gift frú
kær kveðja Bryndís Elfa

Bryndís (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 22:24

4 identicon

Sæl og bless FRÚ mín gód;o)

Og takk kærlega fyrir frábærann dag... hef barasta ekki skemmt mér jafn vel sídan barsta í mínu eigin brulluppi...
Hlakka til ad heyra frá ykkur skötuhjúum hér í køben;o)

Knús og kossar og enn og aftur takk fyrir mig... geggjad!!
Thora

thora (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 08:03

5 identicon

Innilegar hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn.
Þú ert glæsileg í þessum kjól.
Kv. Lilja úr KHÍ

Lilja (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 10:45

6 identicon

Halló elsku dúllan
enn og aftur til hamingju og takk fyrir að fá að vera með ykkur á þessum degi, þetta var frábært :-)
knús og kossar
Sandra Dís
p.s. vona að þið eigið góða ferð til kóngsins Köben, bið að heilsa Hinna og Þórhildi......já og einn koss á Friðrik minn í leiðinni, hehe

Sandra Dís (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 12:41

7 identicon

Til lukku með daginn hjón =)
Greinilega stórglæsileg veisla og enn glæsilegri hjón.
Kveðja
Áslaug og Óli

Áslaug (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 21:06

8 identicon

Frú Rannveig og Stefán , takk fyrir síðast og enn og aftur til hamingju með ykkur. Það var gaman að taka þátt í þessu með ykkur frábær dagur ,vona að þið njótið lífsins í Danmörku.
Kveðja Anna Kolla

Anna Kolla (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 22:57

9 identicon

Hæ elskurnar mínar og takk fyrir síðast, þetta var alveg meiriháttar gaman og enn og aftur til hamingju með þennan yndislega dag!!!! Þið voruð alveg frábær bæði tvö og Sigrún litla skott átti nú sín "moment" þarna,,,,,, afi brostu:)
Hafið þið það gott í Danmörku og bið að heilsa Gógó "vinkonu" okkar hahahaha
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband