Raunveruleikinn

Ég horfði á Brúðkaupsþáttinn Já í kvöld (eða brot af honum) og þá varð þetta allt eitthvað mikið raunverulegra það sem framundan er, úúú.... spennan magnast    Ég gekk frá vínpöntuninni í dag.  Einnig brúðarvandarpöntun ásamt skreytingu á bílinn.  Já og vottorðin marrrh.  Ekki mátti ég nú vera seinni í því.  Konan var svo almennileg hjá Þjóðskrá að setja pappírana okkar í forgang þannig að þeir fara í póst í dag (hhmmm komið framyfir miðnætti sko).  Já og við mamma kláruðum föndrið að mestu í gær og gerðum allt klárt (að mestu svona).  Þannig að þetta er allt að smella saman bara.  Asssssgoti fínt.

Annars fer ég í enn eina mátunina á kjólnum til Rvk. í dag. æ ég var einhvernveginn að vona að þetta væri nú bara komið en það er alltaf einhver smá lagfæring.  En þetta hlýtur nú að koma allt saman.  Ja annars gifti ég mig bara í fjósalörfunum.  Já og stend við það!!  En ég get náð í brúðarstandinn í leiðinni svo að ferðin nýtist vel.  Svo ættum við að fá salinn á morgun eða fimmtudaginn þannig að þetta verður EKKERT MÁL.  Bara skutla saman borðum og stólum og voila.  Bara allt reddí fyrir skreytingar.    Jæja best að fara að ná sér í smá beauty sleep svo maður verði ekki eins og herfa á brúðkaupsdaginn.  Maður verður nú að vera þekkjanlegur.

Og sorry Magni.  Ég bara nenni ekki að vaka lengur til að bíða eftir að sjá þig flytja þetta annars ágæta lag með Nirvana í kvöld því ég þarf minn 10 tíma svefn.  Svo hefurðu heldur ekkert að gera með þessum útlifuðu jöskum sem þeir í Supernova eru.  Hnuss.  Við viljum bara fá þig í "sólina" aftur.  Svo farðu að koma þér heim drengur     OK.

Bið annars að heilsa ykkur kæru landsmenn til sjávar og sveita vejo vejo   

Setti inn nokkrar nýjar myndir af því þegar Regnfólkið kom saman uppi í sumarbústað í Brekkuskógi um daginn.  Þar höfðum við það ossa ossa gott og börnin skemmtu sér frábærlega saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun á laugardaginn þetta er svo gaman :),sendum hamingjuóskir úr sveitinni kv Aníta og co.Hlakka til að sjá myndir af ykkur

aníta (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 14:33

2 identicon

Þetta fer nú aldeilis að verða spennandi...úhaaa....kveðja, nabba.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 11:39

3 identicon

Til hamingu með daginn í dag og gangi ykkur vel :) Kv. Erla Guðfinna og Co.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 19:10

4 identicon

Elsku frænka innilega til hamingju með brúðkaupip í gær knús þín frænka Elín Birna.

Elín Birna (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband