Loksins þurrkur á þessu holdvota landi

Jæja þá hefur maður notað þurrkinn vel í dag... garðurinn sleginn og barinn, vinnufólkið mitt hirti heyið og keyrði prinsessuna um í hjólbörunum, ég bar svo á sandkassann hennar Sigrúnar *hhmm* sem húsbóndinn smíðaði by the way í fyrrasumar og átti að bera á hann þá... úbbs Ullandi  já var það ekki annars bara rigningasumarið mikla og ekki hægt að bera á hann þá??? segjum það bara.  Þannig að nú er hægt að fara að setja sand í kassann og byggja þessa fínu kastala.  Þaheldégnúh.

Annars erum við búin að hafa það rosalega gott öll í sveitinni síðustu daga.  Hafsteinn og Þuríður búin að vera ansi öflug í sveitastörfunum.  Þau eru búin að taka að sér eina litla kisu sem á nú reyndar heima á næsta bæ (ég næstum það ekki skilið fæ Glottandi)  en hún er á eftir þeim alveg óð... og þau eru búin að vera að gefa henni mjólk að drekka og mat að eta.  Hún á 5 kettlinga held ég (er nú reyndar kettlingsgrey sjálf) og nýjustu fregnir herma að hún sé enn og aftur kettlingafull Ullandi  já það er mikil frjósemin í sveitinni.   Það er svei mér þá allt að fyllast af köttum hérna í kring.  Ja maður ætti ekki að rekast á neina mús á meðan.  Það er ábyggilegt. 

Fer í lyf á morgun (í dag reyndar því klukkan er orðin svo margt) og Hafsteinn kemur með í bæinn því hann er að fara til útlanda á föstudaginn.  Þuríður ætlar að vera lengur.  Það er soooo gaman í sveitinni.   Sigrún er búin að vera í fríi alla vikuna og við fórum reyndar á sumarhátíð Ásheima í dag (gær) og fengum grillaðar pylsur og safa og skemmtum okkur vel.  Það var fínasta veður... ja sumar pylsurnar urðu nú hálf sandblásnar í rokinu Óákveðinn  Fórum svo í pönnsur til Boggu ömmu.  Hún klikkar ekki á bakstrinum konan frekar en fyrri daginn.           Eriddiggiorðiðgotth!!!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ eskan.. bara nokkrar línur úr vinnunni í góda vedrinu hérna í køben... reyndar var smá væta í gær sem passar alveg midad vid ad thú segir ad thad hafi verid thurt hjá ykkur... virdist alltaf vera andstædur í vedrinu á milli thessara tveggja landa;o) Takk fyrir bodskortid og ég gef svar mitt eins fljótt og ég get!!!
Í næstu viku er ég ad fara á útihátíd fyrir börn med vinnunni, vid verdum 3 med 35 börn í 3 daga.. verdur örugglega voda gaman, thad eru hljómsveitir ad spila og sonna... ég segi nú ekkert annad en: hver tharf á hróarskeldu hátíd ad halda thegar madur hefur Vilde Vulkaner (en thad er nafnid á hátídinni) Eydís fer líka med klúbbnum sínum;o) vei vei gaman gaman!
Bid ad heilsa í bili
Knús Thora

Thora (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 10:10

2 identicon

Hæ hæ greinilega stuð í sveitinni, já loksins komið þetta fína veður sól og blíða erum líka að græja okkur í útilegu núna og líklega verður stefnan tekin á Þórsmörk. Ég segi bara góða Jónsmessuhelgi kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 123809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband