Rauðhetta 2

Jæja þá er ég búin hjá lækninum enn og aftur.  Hann stakk á mig aftur Öskrandi  shitttttt hvað það var vont.  Já og svo sagði hann bara:  Já það þýðir ekkert að reyna meira við þetta.  Og já þessir deyfidropar virka svo sem ekkert.  Samt fór hann á bólakaf með nálina þarna ofan í  og ég engdist um af kvölum á meðan.  Það lá við að ég lemdi kallinn Öskrandi  en lét það ógert.  Vil ekki fá á mig kæru fyrir líkamsárás Ullandi  En svei mér þá ef þetta hefur bara ekki virkað aðeins.  Mér finnst eins og ég þurrki sjaldnar núna.  En hann sagði mér að hafa samband við sig aftur í haust ef ég skánaði ekkert, ja eða ef ég myndi versna.  Já já ... höfum það þá bara þannig.  Ætli ég verði ekki trítlandi inn kirkjugólfið með bréf í annarri og brúðarvöndinn í hinni.  Gráta

En hér eru nú samt aldeilis gleðifréttir  .......   Já bíðið spennt...  ég er búin að finna mér lítinn og sætan frúarbíl Hlæjandi  Og það er bara Rauðhetta 2 því það er Corolla, 2002 og sjálfskipt að sjálfsögðu.  Þegar maður er svona góðu vanur þá vill maður ekkert annað.  Djöfuss kröfur alltaf.

En nú er kominn matur svo ég kveð að sinni.  Sýni kannski myndir af drossíunni við tækifæri.  Fæ hana sko á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, það er meira hvað lagt er á þig elskan. Gott samt að þú lamdir ekki kallinn, það hefði orðið soddan vesen, það má ekkert orðið. Til lukku með frúarbílinn!!!

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 21:09

2 identicon

Hæ frænka , vona að augun verði jafngóð með tímanum . Til hamingju með nýju Rauðhettu. Ég hélt að þú ætlaðir að fá þér Yaris var það einhver misskilningur?????Ætlaði að bjóða þig velkomna í Yaris-félagið, smá grín,,,,,,,,,, Hafðu það gott,sjáumst.anna kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 21:31

3 identicon

Til lukku með riddara götunnar eða prinsessu götunnar :)

Anna Kristín (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 13:58

4 identicon

Hrollur hrollur hrollur, læknar með nálar eru stórhættulegir, hefðir betur danglað aðeins í hann, bara laust.....

Annars til lukku með nýja bílinn, vonandu mundu eiga margar góðar stundir í honum, þú veist sem er að "frúin hlær í betri bíl" hvort sem hann er frá bílasölu Guðfinns eða einhverjum öðrum, það held ég nú!

kveðja
Sigga

Sigríður Kristjánsd (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 15:08

5 identicon

tek undir með Siggu.. fyrsta sem mér datt í hug.. og nú raular lagið endalaust í hausnum á mér;o/ það má segja að þetta hafi verið grípandi auglýsing, þegar maður man hana enþá svona vel eftir??? ja allavega 20 ár mundi ég áætla;o)

Vonandi að það sé rétt sem þér finnst að augun hafi eitthvað lagast! Annars þarftu ekki að hafa áhyggjur þó að leki úr augunum á brúðkaupsdaginn!! það gerir það hvort sem er og þá passar þú bara við alla gestina;o) eins og maður segir í danaveldi: der bliver ikke et øje tørt!!!
Hafðu það sem allra best og til hamingju með frúarbílinn, megir þú hlæja vel og lengi í henni rauðhettu;o)
Knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 123810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband