Ný vinnuvika - en stutt!

Jæja þá er helgin búin og ég er alveg búin að jafna mig í augunum.  Ég tók nú leppinn strax á laugard.morgun og það sér nú ekki á mér þeim megin.  Er aðeins marin hinumegin en augun eru ekki eins rauð og þau voru.   Aðgerðin hefur nú borið einhvern árangur því það lekur eitthvað minna hjá mér, húrra og jibbí Hlæjandi  en ég er þó ekki laus við bréfið, hrmpf!!  Hefði auðvitað viljað það en það er ekki hægt að fá allt, er það?!  En hlýjar hugsanir ykkar kæru vinir hafa pottþétt virkað, so vielen danke meine freunde (var þetta ekki skrifað einhvern veginn svona á þýskunni?) Ullandi 

Ég er að fara aftur til augn-skurðlæknisins á morgun.  Hann vill kíkja á þetta og sjá hvernig þetta hefur gengið.  Það er nú ágætt að manni er fylgt eftir.  En svo metur hann það kannski á morgun hvort ég þurfi að fara í stærri aðgerð eða hvort þessi dugar... ég greini frá því síðar.

En við tókum því svo sem bara rólega um helgina.  Stebbi fór í mótmælin hjá Landsbjörgu í Reykjavík á laugardaginn og þau báru árangur Brosandi  Við Sigrún fórum í bústaðinn til mömmu og pabba á meðan.  Svo á sunnudag kíktum við á Stokkseyri.  Fórum í Töfragarðinn og svo að skoða sýningu leikskólabarna í Árborg sem er í Hólmaröst til 11.júní.  Frítt inn og ég hvet ykkur til að fara að skoða.  Mjög flottar myndir þar og frábær verk eftir börnin.  Fórum svo í heimsókn til Söndru og co á bakkanum.  Alltaf gaman að koma til þeirra.  Sigrún og Daníel fóru út að moka og hann sýndi henni nýju trén sem þau voru að setja niður.  Voða flott.  Já Sandra mín.  Tilkynningaskildan er HÉR... ef þú vissir það ekki, hehe.

Ég fer í lyf á fimmtudag og viðtal við krb.meins lækninn.    Annað er nú ekki nýtt svo ég kveð að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, frábært að þetta bar einhvern árangur. Mér fannst allt annað að sjá augun þín í morgun, þau voru ekki eins rauðsprengd og þau hafa verið. Vonandi á þetta eftir að lagast enn meira. Kveðja, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 15:10

2 identicon

Sæl dúllan mín!
Jamm, eins gott að sinna tilkynningaskyldunni sko.....tíhí. Best að ég tilkynni þá um stöðu mála hjá mér. Er í vinnunni með verkefnastafla á hæð við Hallgrímskirkju og spái því að vera hér fram eftir kvöldi. Stefni samt að því að ná Spánarvélinni á hádegi á morgun, er reyndar ekki búin að pakka eða kaupa mér bikini en hvað með það,hehe :-) Spurning hvort maður hitti Bjarna L. Björnsson í fríhöfninni?? Verð amk að muna eftir að kaupa smartís hand Sigurhirti Frey, hehhehehehehehehehe.........Well adios amigos (góð í útlenskunni maður) Sjáumst eftir 2 vikur ljúfan
þín Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 18:31

3 identicon

Hæ elsku dúllan,
meiri rugludallarnir þessir læknar;o/ en gott samt að þetta gekk ágætlega og vonandi færðu góðar fréttir í dag hjá doksa!
Ég ætla líka að fara að vera duglegri að kíkja á síðuna þína og fylgjast með! þetta gengur ekki;o(
knús og kossar Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband