Andlát :-(

Bogga amma 

Elsku Bogga amma mín er látin.  Hennar er sárt saknað því hún var sko kjarnakona hún amma.  Hafði mikinn húmor og var léttlynd og afar barngóð.

Hún var mikil handavinnukona og það eru ófá listaverkin sem hanga á veggjum heimila okkar í fjölskyldunni.  Einnig dundaði hún sér við að hekla og prjóna og gaf oftar en ekki í skírnar-  og afmælisgjafir.

Það er okkur sem eftir lifum ómetanlegt að hafa fengið að kynnast slíkri konu því hún var yndisleg.

Guð geymi þig amma mín!  Ég mun aldrei gleyma þér Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hún Bogg'amma var sko kjarnakona.   Ein skemmtilegasta æskuminning mín tengist henni.....ég og þú, rennblautar heima hjá Bogg'ömmu fyrir utan á.  Það sem við gátum hlegið  Manstu??

Knús og góðar kveðjur til ykkar elsku vinkona.  Sjáumst svo á laugardaginn

Sandra Dís (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já Sandra það var sko ótrúlega fyndið og gaman.  Búnar að ganga Selfoss endanna á milli í grenjandi rigningu og enduðum heima hjá Boggu ömmu.  Sem betur fer var hún heima og lánaði okkur svona líka fín föt af honum afa Munda  

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.12.2008 kl. 11:39

3 identicon

Innilegar samúðarkveðjur, elsku vinkona. Skilaðu kveðju í bæinn....

Þórlaug og fjölskylda (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:25

4 identicon

Elsku nafna mín innilegar samúðarkveðjur vegna andláts ömmu þinnar.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:23

5 identicon

Innilegar samúðarkveðjur vegna andláts ömmu þinnar.

Kveðja Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:51

6 identicon

'eg samhryggist þér Rannveig mín.

Emma Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir það mínar kæru ;o)

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:25

8 identicon

Elsku Rannveig mín, mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Ég hugsa til ykkar, kv. Sigga

Sigga Sigf (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:34

9 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Elsku Rannveig mín. Ég samhryggist ykkur elsku vimkona

Guð geymi Boggu ömmu þína og gefi ykkur styrk.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.12.2008 kl. 08:45

10 identicon

Elsku Rannveig, mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Eftir að hafa lesið minningargreinarnar um ömmu þína sé ég að hún hefur verið svona amma eins og allar ömmur vilja vera,svona minningar eru dýrmætar. kveðja Móa

Móa (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:45

11 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Þúsund þakkir  

Já hún Bogga amma var alveg einstök og var sko alveg eins og ömmur eiga að vera

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:50

12 identicon

Innilegar samúðarkveðjur

til ykkar Rannveig mín.Kveðja frá Sauðá

Heiða (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband