Skólastelpan í kirkju

Jamm við fórum í kirkju á sunnudaginn.  Séra Úlfar er að hætta hér sem prestur og var með síðustu messuna sína á sunnudaginn og svo var kaffiboð í Félagslundi á eftir.  Sigrún var nú ekki að fíla þessa messu get ég sagt  ykkur.  Blush  "Æi mamma þetta er alveg HUND-leiðinlegt(með tilheyrandi svipbrygðum).  Ég get ekkert gert hérna og kann ekkert þessi lög (sálmana) og get ekki sungið með... hvenæææær er þetta búiiiið???"  Ég held að næsta skipti sem þessi unga dama fer í kirkju verði í kringum fermingarfræðsluna LoL 

Annars var þetta fínt en messan var líka í það lengsta því það var gengið til altaris og ekki var það nú til að bæta þolinmæðina hjá þeirri stuttu.  Fórum svo í Félagslund og fengum okkur kaffi og meððí og þar hitti Sigrún nokkra vini úr leikskólanum og skemmti sér vel þannig að ferðin var ekki alveg til ónýtis fyrir hana  Smile

En hún er mjög áhugasöm í skólanum og les nú heima á hverjum degi í bók sem heitir Unugata.  Hún verður svo í fimleikum í vetur líka og ég held það sé ágætt að hún fái að sprikla svolítið því orkuna hefur hún svo sannarlega.  En ég hef ekki verið svona fljót að vekja barnið í laaaangan tíma svo hún er ansi spennt að fara í skólann á hverjum degi Joyful  Vona bara að það haldist lengi út.

Vil minna á að ÁTAKIÐ er hafið að nýju Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 123806

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband