Frábært og löngu tímabært!

Ég varð ánægð þegar ég sá þessa frétt um hugmynd þess eðlis að veita fólki með ólæknandi sjúkdóma sérstakan þjónustufulltrúa sem mun gæta hagsmuna þess og réttinda því eins og flestir kannski vita þá hefur fólk sem veikist með þessum hætti litla sem enga orku til þess að þurfa að þrefa við kerfið til að leita allra sinna réttinda til þess að lifa af.  Ég man það bara þegar ég veiktist (fyrir 3 árum síðan) þá fór öll orka mín í að læra að glíma við sjálfan sjúkdóminn og takast á við lyfjagjafirnar og svo auðvitað að reyna að sinna dóttur minni sem þá var 3 ára.  Ég öðlaðist smám saman orku á ný eftir erfiða og langa lyfjameðferð og ég get vel trúað því að fólk sem fær þau tíðindi að það sé með ólæknandi sjúkdóm öðlist ekki fulla orku á ný Frown  Allavega ekki til að þurfa að glíma við kerfið.  Ég var heppin því ég hef nokkurn veginn fulla orku í dag og trúi því að ég hafi sigrast á sjúkdómnum Smile

Ég var sem betur fer með líf- og sjúkdómatryggingu þegar ég greindist með brjóstakrabbameinið og ég þurfti sem betur fer ekki að þrefa mikið til þess að fá trygginguna greidda.  Enda var það nú frekar ljóst hvers eðlis meinið var.

Þannig að ég segi bara GOTT MÁL Jóhanna!


mbl.is Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Löngu tímabært verð ég að segja GOTT MÁL.

Eyrún Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband