Fermingarveisla 2 - frh.

Jæja, það á ekki af okkur að ganga í sambandi við þessar fermingarveislur GetLost  Við fórum sem sagt í fermingarveislu nr. 2 í dag.  Ferðinni var heitið til Akraness og fórum af stað upp úr hádegi því við ætluðum að koma við hjá Sibbu systir og co.  Það tókst nú bara vel.  En ég hefði reyndar viljað stoppa aðeins lengur hjá þeim því við komum aðeins seinna en við áætluðum, tekur tíma að koma við í blómabúðinni og svona.  En jæja þannig að við stoppuðum í rúman hálftíma til þess að verða nú ekki of sein á Akranes.  Vorum komin þangað rúmlega 3 og fundum nú veislustaðinn fljótlega en hringdum þó í Kristínu mágkonu því það voru svo fáir bílar eitthvað Gasp  Og hva... þau bara heima ennþá og veislan byrjuð... eða það héldum við alla vega en nei nei... veislan átti að byrja kl. 4 Pinch  Ertu ekki að grínast ... við hefðum þá getað stoppað aðeins lengur hjá Sibbu.  En jæja við fórum bara á rúntinn á Akranesi og keyrðum gjörsamlega allar götur... aftur og aftur því maður er nú ekkert svakalega lengi að rúnta um þennan ágæta bæ Undecided

Anyway.  Veislan hófst og það með þvílíkum kræsingum að maður fór saddur og sæll út þaðan og svo nú um kvöldmatarleytið lögðum við af stað austur aftur.  Sem gekk nú nokkuð vel framan af og vorum í samfloti með Helga tengdó.   Kannski rétt að ég taki það fram að við fórum á jeppanum í þessa ferð því hann er skráður á bóndann HE HE og ef hann yrði myndaður aftur þá fengi hann sko rukkunina.  En jæja á Hellisheiði BILAÐI helvítis jeppinn - EINU SINNI ENN.  Djöfullinn sjálfur þarna.  Farin lega enn eina ferðina og réttast væri að henda skrjóðnum á haugana   

Þannig að tengdó varð að snúa við og kippa okkur með heim og nú er bóndinn að sækja skrjóðinn á vörubíl. 

ÉG ÆTLA AÐ LABBA Í NÆSTU FERMINGARVEISLU,  HNUSS!!!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hugga mig við að þú ert ekki sú eina þinna ættingja sem nota kjarnyrði þegar mikið liggur við.

En ég myndi snupra börnin mín fyrir svona orðbragð - útaf einni jeppadruslu.

Vonandi fer að vora og næsta veisla kannski ekki í öðrum sýslum?

Þú gætir þá farið á hjóli

Helga R. Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:49

2 identicon

Það verður ekki málið fyrir þig að labba í Tryggvaskála.   Kv. Guðrún syss

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff!! það hlýtur að hafa verið eitthvað í loftinu sem orsakaði svona daga hjá okkur!

Huld S. Ringsted, 30.3.2008 kl. 22:37

4 identicon

Djöfull ertu orðljót esskan

Sandra Dís (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 22:44

5 identicon

Jahérna hér..... Kvitt úr sveitinni.

Melafrúin (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 00:08

6 identicon

Orðljót eða ekki orðljót. Það er nú bara þannig að það sem einum þykir orðljótt þykir öðrum bara hressileg orðanotkun. Við erum soldið svoleiðis í fjölskyldunni þ,e notum ýmis orð sem kanski er ekki beint ættað úr sunnudagaskólanum, ætli þetta sé ekki bara komið úr Flóanum og Grímsnesinu,,,,,,Rannveig ,,,,,,er það ekki annars. Mér finnst allavega full ástæða til að bölva og ragna hressilega þegar þessar annars ágætu bifreiðar hætta að hlýða manni og bila í tíma og ótíma. Annars mæli ég með því að labba í fermingarveislur , öruggara en þessir andsk.bílar. Þú ert snillingur . Sjáumst Ko-Kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:33

7 identicon

Ahh ég hefði græjað ykkur í einn öllara hefði ég verið á skaganum!  Þær eru annars fallegar göturnar á Akranesi og allur gróðurinn.... 

gunnur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:00

8 identicon

Hahahahahahaha  Þetta finnst mér algjör snilld! Hló ekkert lítið þegar ég las þessa færslu!  En hefði örugglega ekki gert það ef ég hefði lent í öðru eins....jesús minn eini!  Skil þig vel að hafa orðið reið og sár yfir þessu.... lái þér það sko ekki, kæra vinkona!

Þórlaug (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:58

9 identicon

hehehehe....þetta er ótrúlegt skil þig vel!   helv...bíllinn

 Kv Svava

svava (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

ÆÆÆÆþetta hefur kitlað pirringstaugarnar

Eyrún Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 10:00

11 identicon

Hehehh.......

Orðbragðið er nú sennilega bara eitthvert Flóafyrirbæri - mér þótti það meira að segja ekkert í óhófi :-)

En - allt er nú gott sem endar vel- og grefilis jeppagarmurinn bilaði þó ekki fyrr en á heimleiðinni - að lokinni fermingarveislu !

Bestu kveðjur til þín og þinna, knús og kram, Inga V

Inga Vigfúsd. (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:31

12 identicon

Jahérna það á ekki af ykkur að ganga í bílamálum, þessir helv.andsk.djöö bílar þetta er allta f til vandræða þegar síst skyldi. Gott að næsta veisla er í Skálanum, þú gistir bara hjá mömmu þinni, þá geturðu labbað.....Bestu kveðjur nafna (sem á það líka til að bölva soldið)

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:43

13 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já nafna ég er nokkuð viss um að þetta fylgi ekki endilega nafninu þetta bölvaða bölv   Þetta er meira svona Flóa-fyrirbrigði er þakki?!  Ég byrjaði örugglega ekki að bölva fyrr en ég flutti í sveitina var það nokkuð??? 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:39

14 identicon

við getum kannski pikkað ykkur upp allaveganna hlakka til að hitta ykkur ...

anita (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:17

15 identicon

Þetta fylgir örugglega Flóanum...alla vega sumum....

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 123807

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband