Pósturinn

Þegar ég kíkti í póstkassann heima á hlaði á miðvikudaginn sá ég mér til undrunar að mér hafði borist 3 bréf Gasp 

Ég opnaði hið fyrsta.  Bréf frá Happdrætti Háskóla Íslands:  Ég hafði unnið í happdrættinu  Grin  Vei vei ... já ég vann 15.000 kall og það munar nú um það.  Maður getur allavega endurnýjað miðann í nokkra mánuði fyrir þann pening þó ekki sé meira.

En já þá opnaði ég bréf nr. 2.  Það var frá Lögreglustjóranum á Snæfellsnesi Pinch  Hvað var um að vera???  Jú jú ég las bréfið og viti menn.  SEKT fyrir of hraðan akstur Angry  Samkvæmt dagsetningunni var BÓNDINN að keyra.  Já ég keyri auðvitað aldrei of hratt Whistling  En sektin hljóðar upp á 10.000 kall EF og aðeins EF ég borga hana þegjandi og hljóðalaust fyrir 2.apríl.  Annars gæti hún verið allt að 20.000 krónur Bandit  Djöfusssss vitleysa.  Bíllinn (sem skráður er á mig N.B.) var myndaður í eftirlitsmyndavél á sunnudaginn þann 16. og vorum við þá á leið heim úr fermingarveislu.  Dýr fermingarveisla það... HA HA HA Tounge

En þar fór helvítis happdrættisvinningurinn... eða hvað.  Bóndinn borgar þessa sekt nárrúrlega bara og ég kaupi mér eitthvað sniðugt fyrir 15 þúsund kallinn.  Er það ekki sanngjarnt?

En jæja bréf nr. 3 var boð í þriðju fermingarveisluna þetta árið.  Frábært og hafið það nú gott um páskana kæru vinir   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha godur

Dabba (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ja það má engu muna því  hún er á Selfossi og það sést aldrei lögga á Gaulverjabæjarveginum   en svo er auðvitað spurning um að láta KONUNA keyra

En mér finnst rétt að taka það fram að Stefán fór aðeins 6 km/klst yfir leyfðan hámarkshraða og fékk 10 þúsund króna sekt fyrir.  Svo það borgar sig að vera á löglegum hraða gott fólk eins og ég

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 22.3.2008 kl. 09:53

3 identicon

Sæl ! Þú þekkir mig nú ekki neitt en ég rakst inn á bloggið þitt af öðru bloggi sem ég rakst á  hjá öðrum og já þú skilur..... vonandi. En allavega vildi vera kurteis og kvitta fyrir innlitið. Já það getur verið fúllt að vera nappaður á oggópónu miklum hraða....hihihi... en já dýr veisla. Hann keyrði - hann borgar. Þú vannst - þú eyðir.

Kvitt úr sveitinni.

Melafrúin (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:21

4 identicon

Já þeir eru öflugir þarna fyrir vestan sko.  Ég fékk einmitt líka svona bréf inn um lúguna á miðvikudaginn, kallinn sem ég sef hjá hafði brugðið sér í Stykkishólm á mánudeginum og viti menn, hann var hirtur á 101 km hraða.  10 þúsund kall takk!!!! 

Ansi er annars langt síðan ég hef séð þig gæskan.........bætum vonandi úr því fljótlega knús S.

Sandra Dís (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: GK

Þessi póstkassi kemur út á sléttu. 15 þúsund frá HHÍ - 10 þúsund í sekt - 5 þúsund í fermingargjöf. Kannski hefði bara verið best að gá ekkert í póstkassann...

GK, 24.3.2008 kl. 20:59

6 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ég fékk svona "gleðibréf" frá lögreglustjóra um daginn....  Það var sko endursent með kurteislegri beiðni um það að þeir rukkuðu bónda minn um þessa sekt... ætlaði sko ekki að hafa hans sektir á mínu nafni    Bóndanum fannst þetta nú óþarfa smámunasemi...

Rannveig Lena Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 123808

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband