Á árinu 2007...

... var margt brallað hjá okkur litlu fjölskyldunni.  Við keyptum okkur fellihýsi og lögðum af stað í leiðangur síðasta sumar.  Fórum m.a. á Akureyri á 17.júní, á Snæfellsnesið, við Langavatn á ættarmót, í Húnavatnssýsluna, Þjórsárdalinn um Verslunarmannahelgina... já og í laugardalinn ekki má gleyma því.  Fyrsta útilegan okkar í nýja fellihýsinu var í Laugardalnum LoL  Vorum þar innan um fullt af útlendingum og tókum rölt í gamla hverfinu okkar því ég bjó nú einu sinni á Laugarnesveginum.

Á árinu fór ég líka í 2 augnaðgerðir.  Sú fyrri sem gerð var rétt fyrir páska heppnaðist ekki nógu vel þannig að önnur var gerð í október og heppnaðist ljómandi vel.  Rörið sem sett var í vinstra augað helst á sínum stað og virkar eins og það á að gera.  Vonast ég til að hægra augað verði tekið í kringum páskana nú í mars Undecided  þá losna ég væntanlega alveg við bréfþurrkurnar Pinch

Við fórum ekkert til útlanda á síðasta ári en munum væntanlega öll bæta úr því þegar við förum til Kanarí í febrúar Cool  Einnig fer ég í kynnisferð á vegum leikskólans í apríl til Danmerkur og svo er jafnvel enn ein ferðin á planinu með haustinu... nánar um það síðar.

Ég hélt áfram að fara 1x í mánuði á Landsann í lyf, eitt í æð og eitt sprautað undir húðina.  Núna fer ég á þriggja mán. fresti og vonast ég til að ég fái að halda því.  Ég fer í beinþéttnimælingu nú í janúar og þá kemur í ljós hvort ég þurfi að halda áfram á beinstyrkingarlyfinu. 

Svo tókum við að okkur eitt stykki kött.  Hann er yndislegur og algjör kelirófa og það gengur mjög vel með hann.  Stækkar og stækkar... á alla kanta.

Árið 2007 var okkur á heimilinu nokkuð gott myndi ég segja.  Vorum öll hraust og hress og það er nú fyrir mestu ekki satt?! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ótrúlega margt sem er brallað á þessum árum.... ;0)

Ætlaði bara að láta vita af heima/flakk síðunni hjá mér og Auði, þar sem við ætlum að reyna að vera duglegar að skrifa um það sem á daga okkar drífur í fjarlægum löndum.... ;0)

www.ferdalangar.net

Bið að heilsa í sveitina ;0)

Begga (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Einu sinni fékk ég ( eða við) mér kött. Sagan um hann er held ég eina sagan sem ég myndi aldrei birta. Kv. og gleðilegt ár.

Helga R. Einarsdóttir, 2.1.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Gleðilegt ár elsku Rannveig

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Þóra Hvanndal

Gleðilegt ár elskan mín...

og knús til ykkar allra... frá okkur öllum...

hef samb. fljótl. með fréttir af heimflutningi og fleiru...

knús og kram

Þóra

Þóra Hvanndal, 4.1.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 123808

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband