Little trip to Heaven vs. Köld slóð

Prinsessan á bænum er farin í orlof til ömmu og afa upp í sumarbústað.  Hún tók fram ferðatöskuna sína í gær og fann ýmislegt nytsamlegt til að taka með sér.  Fullt af dúkkufötum og bleyjum á dúkkurnar ef þær skyldu nú kúka Gasp  og svo auðvitað ferðaDVD spilarann og fuuuuult af myndum og geisladiskum til að hlusta á.  Hún var voða spennt og ekki síst fyrir þær sakir að nú átti hún að fá að sofa í efri koju í fyrsta sinn Grin  Og það er náttúrulega B A R A gaman.

En við hjónin skelltum okkur á myndbandaleigu í gær því það var algjör letidagur eftir að dóttirin var farin í orlofið sitt.  Við tókum 2 íslenskar myndir, Köld slóð með Þresti Leó og Elvu Ósk ofl.  og svo Little Trip to Heaven.  Og svei mér þá ef mér fannst ekki Köld slóð bara betri.  Joyful  Hún var mjög spennandi og mér fannst söguþráðurinn trúverðugur og skemmtilegur.  Ég sá allavega ekki fyrir hvernig hún myndi enda... En Little trip var svo sem líka góð.  Bara á annan hátt.  Blush  við erum örugglega síðustu Íslendingarnir í dalnum til að sjá þessar myndir.  A.m.k. Little trip  en EF  það er einhver þarna úti sem á eftir að sjá þær þá mæli ég 200% með báðum þessum myndum.  Þær eru fín afþreying Smile

En nú er komið að augnaðgerð nr. 2 hjá mér á morgun.  Ég er að fara í bæinn núna í innskrift (undirbúning fyrir aðg.) og nú er bara að krossa fingur og vona það besta.  Mér skilst að Haraldur ætli að setja öðruvísi rör en síðast og það verður með aðeins boga á núna.  Þið munið kannski að hitt hét Lester Jones en nú er spurning um að setja sig í Bridget Jones gírinn og skella sér í ömmunærbuxurnar Grin

Best að hleypa kettinum út.  Hann mjálmar og mjálmar hér við lappirnar á mér og nuddar sér upp við þær Happy 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gangi þér vel  - og þú ert ekki "síðasti Íslendingurinn í bænum, eða dalnum, eða sveitinni". kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.10.2007 kl. 19:57

2 identicon

Gangi þér vel í aðgerðinni dúllan mín.  Við Maggi tókum Kalda slóð fyrir svo sem hálfum mánuði og fannst hún mjög góð mjög spennandi og flott mynd það er svolítið lengra síðan við sáum hina og ég man nú bara ekkert hverni hún var.  Verðum í bandi.  Kv. Gúa syss og co.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:50

3 identicon

Gangi þér vel í aðgerðinni elsku frænka , vonandi gengur þetta betur í þetta skiptið , farðu vel með þig . Það er alveg sama hvað þú horfir á gamlar bíómyndir , ég er örugglega ekki búin að sjá þær ,þannig að þú ert örugglega ekki sú síðasta í dalnum , flóanum , eða bara í röðinni........................... Fæ að frétta af þér á morgun elskan. Kveðja Ko - kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:51

4 identicon

Nú gengur þetta allt að óskum mín kæra, ég finn það á mér. Bestu kveðjur í sveitina, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:20

5 identicon

Blessuð Rannveig mín. Gott að aðgerðin tókst svona vel og svo er bara að fara eftir því sem "læknararnir" segja, þ.e. að fara rólega. En ég er nú bara nýbúin að sjá köld slóð og fannst hún bara góð. En samt gátum við Helga Þórey nú hlegið ansi mikið af " segðu mér,þekktir þú Tóta vel"? "Hvernig maður var Tóti"? Bara einhver svona húmor í gangi hjá okkur mægðum enda skrýtin húmor stundum í þessari family. Bestu kveðjur til þín og þinna frá okkur á Túngötu 35 í naflanum.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 123792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband