Réttir eða fimleikar?

Já hún dóttir mín sveiflast frá hægri til vinstri með hvort hún ætli í fimleikana á laugardaginn eða fara í réttirnar.  Vinkona hennar í leikskólanum vill endilega að hún komi í réttirnar (Reykjaréttir á Skeiðum) sem hefjast um 9 leytið á laugardagsmorgun og hana langar alveg svakalega mikið að fara í þessar blessuðu réttir.  Spurning um að skella sér bara en móðirin hefur aldrei á ævi sinni farið í neinar réttir Gasp  Kannski kominn tími til.  Æi mér finnst eitthvað samt svo asnalegt að fara bara til að horfa á því ekki á maður neitt fé (ennþá a.m.k. haha).    Það er greinilegt að hana langar mikið því fimleikarnir eru eitthvað sem hún sleppir nú ekki að vanhugsuðu.  Jæja ég legg þetta í nefnd.

En að öðru.  Hvurslags veðurlag er þetta hérna á þessu skeri.  Fyrst er svoleiðis steikjandi sól og hiti í fleiri vikur en elstu menn á Eyrarbakka muna og hvur bað um það?  Beljurnar sugu svoleiðis frostpinna í öll mál og maður gat sólþurrkað allan fjandann.  Þurrkurinn var svo mikill í sumar að menn vöruðu við vatnsskorti en núna er vatnið mórautt vegna rigninga.  Svo núna er ekki hundi út sigandi vegna bleytu og slagviðris sem er gjörsamlega búið að vera NON stop í allan dag.  Er ekki einhver að stjórna þessu þarna uppi HA!  Hvernig væri að skipta þessu bróðurlega á milli þeirra sem þess þurfa. 

Jæja nöldri dagsins lokið!  Nú er tingið slútt og hana nú!  Næsta færsla verður sölufærsla svo verið viðbúin Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætlarðu að sega mér að þú hafir ekki farið með einhverjum leikskólanum í réttir þú leikskólakennarinn?

Ég er að lenda í vandræðum annað árið í röð Ásdís mín er að fara með Ásheimum í réttir á morgun og Arnari langar svo en það er ekki farið með skóla krakkana Mig minnir nú að maður hafi alltaf fengið réttar frí í skólanum og farið í Skeiðarréttir.

ÞETTA VEÐUR! þú segir sat með það er ekki hundi út sigandi eftir að ég var búin að skutla Arnari mínum á ÚTI fótboltaæfingu og við Pollý komum heim ætlaði ég ekki að ná henni út úr bílnum.  Og þegar Arnar minn kom heim var hægt að vinda öll fötin hans og ég meina öll.

Kv Kolla 

Kolla rauða (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:37

2 identicon

Mér finnst nú að þessi réttamenning sé gjörsamlega ofmetin. Er innilega sammála þér nafna mín að í réttir hefur maður afskaplega lítið að gera ef maður á enga kind. Hef alltaf fílað mig utanveltu í réttum, enda aldrei átt kind. Þetta er einhver andsk. hópsefjun að allir VERÐI að fara í réttir. Já og þetta veður kommon, hvað á bara að rigna mikið. Eins og þú veist eru þetta erfiðustu dagarnir í leikskólanum, þegar þarf að skipta á 124 börnum yst sem innst. En.....vonandi fer að stytta upp. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband