Enn ein læknisferðin að baki

Jæja þá hef ég lokið enn einni læknisferðinni til Reykjavíkur og gekk bara vel.  Ég fór og lét fjarlægja saumana í gær og fékk annan tíma sem verður 8.maí en þá á sem sagt að reyna að skutla rörinu inn.  Já Lester Johns heitir þetta rör þannig að ég mun breytast í karlmann frá og með 8.maí Tounge  og þið getið farið að kalla mig mr. Johns ... ja eða bara Lester.   Svei mér þá allt er nú til.  En 8. maí fyrir 19 árum síðan þá fermdist ég.  Og þann 8. maí fyrir 2 árum greindist ég með brjóstakrabbamein.  Eða var það þann 9.??

En í dag fór ég í eftirlit hjá Óskari vini mínum.  Já ég segi vini mínum því hann er hreint út sagt frábær læknir.  Hann gefur sér tíma með manni til að spjalla aðeins um daginn og veginn og það er bara frábært.   Blóðprufurnar komu ótrúlega vel út og ekki að sjá að ég hafi verið í aðgerð fyrir rúmri viku síðan Smile  blóðið er fínt, lifrarprófin, sökkið, hvítu og rauðu blóðkornin eðlileg o.s.frv.  Bara frábært verð ég að segja.  Nú svo fór ég inn á göngudeildina til að fá Zolotex sprautuna og beinalyfið (sem ég man aldrei hvað heitir en er til varnar beinþynningu) og hjúkkan sem setti upp nálina hjá mér þurfti að finna annan stað til að stinga á þar sem fyrri æðin var ekki að virka.  Shitt maður.  Mér stóð ekki á sama.  Hvernig verður þetta eiginlega eftir 3-4 ár þegar verður búið að stinga mig einu sinni í mánuði allan þennan tíma??  Verður að leyta að æðum í fótunum á mér eða hvað??  Því þetta er rétt að byrja og ég þarf að fá þetta beinalyf í æð einu sinni í mánuði í 5 ár takk fyrir.  Crying  Er ekki alveg að fíla þetta.

Hins vegar gæti þetta verið verra.  Ég var að lesa smá viðtal við Guðjón Sigurðsson sem greindist með MND fyrir 3 árum síðan og ég hreinlega táraðist.  Þvílíkt sem maðurinn og fjölskyldan hans þarf að upplifa.  Hann segist hafa sæst við sjúkdóminn og að maður hreinlega verði að gera það til þess að geta í raun haldið áfram.  Að vita hvað bíður þín og leita eftir aðstoð og sækja t.d. um hjálpartæki.  Hann segist hafa hugsað mikið um dauðann þangað til presturinn hans hafi sagt að það sem gerist eftir dauða þinn kemur þér bara ekkert við.  Hann hugsar miklu frekar um lífið núna, það er miklu skemmtilegra.   Ja hérna segi ég nú bara.  Þetta er bara ótrúlegt lífsviðhorf.   Ja það er ómögulegt að vita hvernig maður myndi bregðast við þeim fréttum að greinast með ólæknandi sjúkdóm.   Æ ég veit það ekki... auðvitað gæti dæmið snúist við innan skamms hjá mér og ég greinst með meinvarp í heila eða eitthvað.  Maður hugsar bara auðvitað ekkert um það því þá væri erfitt að njóta lífsins.  Enginn veit sína ævina fyrr en öll er svo sem. 

En með þessum pælingum kveð ég ykkur að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey mr. johns... segir thu tha thegar thu verdur spurd til nafns... johns... lester johns

Knús í bæinn..

er í skólanum ad vinna í prófverkefni sem ég á ad skila eftir... gaaargg 12 daga og er eiginlega ekki byrjud á soldid stressud!!!

Kv Thora

Thora (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 07:43

2 identicon

Gott að heyra að allt er í lagi með blóðið og það allt saman. Já, þetta er skrítið þetta líf, ekki hægt að ganga að neinu gefnu. En þessar færslur þínar hafa vonandi og örugglega opnað augu margra sem þær hafa lesið fyrir því að lífið og heilsan eru ekki sjálfsagður hlutur, og jákvætt lífsviðhorf þitt er einstakt. Bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:58

3 identicon

Já sammála nöfnu þinni þetta er ekkert sjálfsagt og viðhorf þitt er einstakt elsku vinkona og þú ert sko seig stelpa! og kennt manni það að hætta að kvarta og njóta hversdagsins.  En skondið þetta með dagsetningarnar já 19 ár síðan við fermdumst úff tíminn líður hratt!  kær kveðja til ykkar

KNús Svava

svava (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 10:37

4 identicon

Já það er dularfull þetta með tímann ég fór í fermingu s.l. vor á sama degi og ég fermdist þ.e. 18 árum áður en á leiðinni í veisluna áttaði ég mig á því að það voru víst 28 ár síðan ég fermdist.  Þú ert ótrúlega dugleg kæra systir og ég tek undir með nöfnu þinni og Svövu við höfum svo sannarlega lært margt í þessu ferli öllu saman, gangi þér vel dúllan mín.

Kv. Gúa syss

Guðrún (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 12:46

5 identicon

Það er lygi að það séu 19 ár síðan við fermdumst!!! Ég veit ekki með þig og Svövu, en ég fermdist allavega fyrir mesta lagi 10 árum... híhí  

8. maí verður góður dagur!  Ég hugsa til þín þegar ég leggst inn fyrir mína aðgerð sama dag!

 Knús í kotið,  Gunnur

Gunnur (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123813

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband