Vonbrigði

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum í dag Fýldur

Ég átti tíma hjá augn-skurðlækninum í dag.  Augnlæknirinn sem ég fór til um daginn sagði mér að skurðllæknir þyrfti að gera smávægilega aðgerð á mér til að laga augnlekann hjá mér.  Hann gaf mér upp nafnið á honum og svo var hringt í mig og ég boðuð í viðtal til hans áður en aðgerðin yrði gerð.  Hann þyrfti að skoða mig fyrst til að hann gæti metið hvað þyrfti í raun og veru að gera í aðgerðinni. 

En þarna var ég sem sagt komin kl. 10 í  morgun og var mætt stundvíslega í þetta viðtal.  Ég fékk mér sæti í þessari líka stóru biðstofu því þarna eru nokkrir læknar með stofur.  Eftir 45 mínútna bið fór ég nú að spyrja konuna í móttökunni hvort ekki færi að koma að mér.  Bíddu ertu að fara til Haraldar? spyr hún og ég jánka því.  Þá er nú betra fyrir þig að sitja hérna megin því hann er hér (og bendir í hinn enda biðstofunnar heldur en ég sat). Óákveðinn  Nú já segi ég og hugsaði margt en sagði auðvitað ekki orð og færði mig bara.  Korteri síðar er ég loksins kölluð inn.  Sem sagt heilum klukkutíma seinna en ég átti að mæta.  En jæja skítt með það.  Ég gat lesið slúðrið á meðan (hundgamalt auðvitað og ég löngu búin að frétta það allt) og fengið mér kaffisopa.

En ok.  Þarna er ég sem sagt komin inn til læknisins og hann spyr hvað hann geti nú gert fyrir mig.  Og ég segi honum þetta helsta... að ég sé með stífluð táragöng sem þurfi að opna í smávægilegri aðgerð sem hann muni væntanlega gera því mér hafi jú verið vísað til hans af öðrum lækni.  Að ég sé svona eftir lyfjameðferð því ég hafi greinst með krabbamein og ble ble ble... (er farin að kunna styttri útgáfuna ansi vel utan af... þ.e. það sem þeir þurfa að fá að vita þessir læknar).  Svo spyr ég hvort hann sé ekki með neitt í höndunum um mig.  Nei segir hann en það skiptir nú ekki öllu.  En jæja.  Hann skoðar á mér augun og setur svo deyfidropa í þau og byrjar að stinga með nál í augnkrókinn til að reyna að opna þetta (alveg eins og hinn hafði gert einum og hálfum mánuði áður) en auðvitað gekk það ekki.  Svo hann segir nei nei þetta er alveg lokað hjá þér.  En það er hægt að reyna að opna þetta með smá aðgerð en það ber nánast aldrei árangur.   Hissa  HAAAA??? Segi ég.  ALDREI ÁRANGUR.  Nei það er mjög líklegt að táragöngin séu bara ónýt og lagist ekki aftur.  Ég hef verið með þær nokkrar af sömu ástæðu og þú ert hér og það hefur yfirleitt ekkert að segja að reyna að opna þetta.  Það er ein og ein (já ég sagði EIN og EIN) sem þetta ber árangur hjá svo það er nú rétt að prófa þetta.  Komdu ég ætla að gefa þér tíma. Öskrandi Öskrandi Öskrandi  OOOOHHHHHH ég varð svo reið að mig langaði til að fara að grenja á staðnum.  En hélt í mér kökkinum þar til ég komst út í bíl og þá hófst táraflóðið mikla Gráta Gráta Gráta  Djöfull varð ég svekkt.  Gat hinn læknirinn ekki ropað því út úr sér við mig að það væru nú ekki miklar líkur á að þetta myndi lagast þó aðgerð yrði gerð.  Eða hvað er málið???  Ég fór þarna inn í bjartsýniskasti og með þá von um að aðgerð myndi MJÖG líklega laga þetta en nei nei.  Þá eru það bara þvílíkt litlar líkur að það tekur því varla að fara í þetta helvíti.  Að eyða tíma og kröftum í hana, vera svo með lepp fyrir hvoru auga (nema hann geri þetta í 2 aðgerðum, eitt auga fyrst og svo hitt seinna) og taka einhvern tíma í að jafna mig, því aðgerð er jú alltaf aðgerð, sama hversu smávægileg hún er.

En ég fékk sem sagt tíma kl. 14 nú á föstudaginn (aðstoðarkonan hans var svo almennileg að troða mér inn á milli því annars átti ég ekki að koma fyrr en 22. júní) og verð að koma með bílstjóra með mér því ekki get ég keyrt eftir þessa aðgerð.

Ég var sem sagt komin þarna inn í bíl og brunaði bara beint austur fyrir fjall aftur.  Ætlaði að kíkja aðeins í búðir fyrst ég var nú komin þessa leið en hafði svo bara engan áhuga á því.  Ég held það hafi verið myljandi þoka á leiðinni... annars sá ég það varla.  Ég keyrði bara heim eftir minni.

Svo nú leggjumst við bara öll á bæn um að ég verði ein af þessum fáu sem þetta ber árangur hjá en þið verðið að hjálpa mér.  Því ég er ekki sú bjartsýnasta eftir þessa ferð. Fýldur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ æ æ leiðinda fréttir þarna, nú leggst ég á bæn og trúi og vona að aðgerðin beri árangur hjá þér elsku vinkona. KÆr kveðja og knús

Svava

svava (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 20:40

2 identicon

Elsku Rannveig mín.......hugsa til þín, þú átt það nú alveg skilið að vera ein af þessum heppnu og ég vona svo sannarlega að svo verði
heyri í þér
þín Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 00:58

3 identicon

Elsku Rannveig, vona svo innilega að þú verðir ein af þessum fáu sem þessi aðgerð virkar á. Er búin að leggjast á bæn og vona að einhver hafi hlustað. Gangi þér rosalega vel á morgun.
kveðja
Sigga

Sigríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 10:07

4 identicon

Ósköp eru að heyra þetta elsku stelpan mín, tek undir með Svövu, nú leggjumst við á bæn og vonandi tekst þetta. Alltaf eru þeir nú jafn tillitssamir þessir læknar eða þannig...

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 10:54

5 identicon

hæ hæ mín kæra - vona svo innilega að þessi aðgerð beri árangur. verð bara pirruð á þessum lækni, meiri vitleysingurinn að undirbúa þig ekki betur! hugsa til þín ofurhlýtt á morgun.

annars frábært að heyra með kjólinn!!!!! þær eru æðislegar þarna í tveim hjörtum, alveg sammála því :)
saknaði þín í grillinu en við hittumst eflaust seinna :) knús og kveðja, maría erla

maría erla (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 12:00

6 identicon

Hæ hæ kæra systir.
Aðgerðin ber árangur hjá þér það verður bara þannig, ég hugsa til þín og leggst á bæn elsku dúllan mín.
Kv. Gúa syss

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 13:28

7 identicon

Sæl Rannveig mín, ég ætla að taka undir með Guðrúnu systur þinni, þú átt það nú bara svo innilega skilið. Hugsa hlýtt til þín. En frábært þetta með kjólinn, gaman að vera sú fyrsta sem notar kjólinn, ég held að kjóllinn sé vínrauður með einhverjum steinum... er það rétt??? Ég er nefnilega svo sannspá... Sjáumst í fyrramálið dúllan mín og þakka þér fyrir alla hjálpina á deildinni okkar, það er ómetanlegt að fá þig aftur og ég meina það svo innilega.

Kristrún Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 20:21

8 identicon

Ég trúi því bara vel að þú hafir ekki verið í stuði fyrir búðarráp eftir að heyra svona fréttir, en ég vona svo sannarlega að aðgerðin heppnist hjá þér. Sjáumst á morgun í vinnunni kveðja Bryndís

Bryndís Elfa (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 23:41

9 identicon

Takk takk takk þið allar. Án ykkar allra veit ég ekki hvar ég væri. Ég er náttúrlega ríkust að eiga ykkur öll að.
Knús og kossar right back at you!!!

rannnveig (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 08:23

10 identicon

Æ elsku dúllan mín, var bara að sjá þessa leiðinlegu fréttir núna, voðalega eru þetta skrítin vinnubrögð hjá þessum blessuðu læknum, maður hefur það stundum á tilfinningunni að maður gæti dottið niður dauður fyrir framan þá (með hnif í bakinu) án þess að þeir gerðu neitt.
En alla vega gangi þér ofsalega vel í dag elskan mín, ég vona svo innilega að aðgerðin takist, ég krosslegg fingur!!!!
Ég hringi í þig um helgina, knús Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 09:33

11 identicon

Gangi þér sem allra best væna mín :)

Anna Kristín (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 123810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband