Nýr garður

Jæja þá eru komnar myndir af garðvinnunni sem fór fram hjá okkur um helgina.  Gömlu beðunum var bara mokað í burtu og settur nýr jarðvegur og búin til ný beð.  Einnig breikkuðum við göngustígana hjá beðunum því við höfum beðin á 2 pöllum núna í staðinn fyrir 3.  Þið getið séð myndir af þessu hér í albúmi merktu Maí 06.  Þetta er þvílíkur munur og miklu snyrtilegra.  Við settum eitthvað af gömlu fjölæru blómunum aftur í (eftir að búið var að saxa verulega af þeim) og svo er bara að sjá hvort þær þoli álagið þegar líður á sumarið.  Blómarósin á myndunum var voða dugleg að hjálpa til en annars á Stebbi heiðurinn að þessu öllu saman     Yndislegur þessi elska.  Enda ætla ég að giftast honum í ágúst, he heh!!  Og stefni að því að fara í mátun nr. 3 í vikunni.  Ætla að panta tíma á morgun.

Annars er komin ný könnun hér til hliðar og væri gaman ef þið tækjuð nú þátt í henni svona til gamans. 

Þið sjáið fleiri myndir ef þið smellið á Athugasemdir hér fyrir neðan en þið sjáið þetta betur í albúminu.  Endilega segið hvað ykkur finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rosalega flott hjá ykkur í garðinum. Ég er nú samt að spá í að skoða þetta í eigin persónu þegar við förum í fríið! Sjáumst, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 10:27

2 identicon

Það er allt annað að sjá garðinn eftir hamfarir húsbóndans og heimasætunnar á bænum. Það léttir mikið yfir garðinum að minnka beðin og stækka göngustíginn. Gangi þér vel í kjólamátun 3 og mundu eftir að taka myndir, það er svo gaman að stúdera þær þegar heim er komið. Hlakka til að sjá útkomuna í ágúst. Kv. Kristín

Kristín Þóra (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 123800

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband