Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Hef heimsótt 3% af heiminum

Já það hljómar frekar lítillega að hafa aðeins séð 3% af heiminum en það eru alls 7 lönd Undecided  Djöfull á maður mikið eftir maður.  worldmap  Það er alltaf gott að eiga eitthvað eftir.  Gerðu ekkert í dag sem þú getur gert á morgun hehehe Tounge 

Reyndar hef ég nú farið nokkrum sinnum til sumra landanna eins og t.d. Spánar.  Kanaríeyjar eru hluti af Spáni þannig að þau eru komin nokkur skiptin þar og eiga eftir að bætast fleiri skipti við LoL  Bara gaman.

Annars sit ég hér að drepast í öllum skrokknum því ég lenti í því fyrr í kvöld að hrynja niður stigann í kjallaranum heima Frown  Ég var að bera niður matvöru til að setja í frysti og ísskápinn niðri og var á sokkunum og hrundi bara niður helv.... stigann.  Það var ekki gott og nú sit ég frekar aum hér við tölvuna því ég þurfti akkúrat að detta á vinstri hliðina sem er náttúrlega verri hliðin mín Errm 

Lyfjaferð til Reykjavíkur á morgun þannig að ef þið verðið á ferðinni milli kl. 11 og 13.30  á morgun þá megiði heimsækja mig á göngudeildina niðri á Landsa v. Hringbraut.  Verð með gemsann á mér Wink og ég verð allavega í tvo tíma í stólnum út af þessu nýja lyfi sem ég er komin á (beinvarnarlyf) sem tekur 2 tíma að renna inn.


Jæja

Veðurspáin klikkaði aðeins á því fyrir helgina Errm  því við ætluðum að vera í blíðu í Þjórsárdalnum um helgina.  Hins vegar var rokið svo mikið að ég hélt við tækjumst á loft í kviðunum sem komu, úfffff!  En við byrjuðum á því að koma fellihýsinu fyrir í dalnum (fyrst Herjólfsdalur varð ekki að raunveruleika þessa versló varð annar dalur að duga) og skelltum okkur svo í bíltúr inn í Landmannalaugar með ferðafélögunum.  Ætluðum í laugina en rokið og kuldinn var þvílíkur að það bíður betri tíma.  Fengum okkur bara nesti og héldum af stað aftur í Þjórsárdalinn og grilluðum og borðuðum öll saman í fortjaldinu hjá Kollu og Steinari og höfðum gaman.  Á sunnudaginn var veðrið nú skaplegra og allir skelltu sér í sund í Þjórsárdalslaug á meðan ég passaði hundinn.  Við Pollý skemmtum okkur vel við að kanna náttúruna og að því loknu tókum við rúnt í Þjóðveldisbæinn sem var nú bara gaman að skoða.  Svo fórum við niður að Hjálparfossi og vörðum dágóðum tíma þar.  Yndislegt veður alveg og við fleyttum kerlingar og fundum grasorma.  Sigrún og Ásdís Bára (vinkona hennar) voru mjög uppteknar af ormunum og fannst þeir bara sætir.  Sigrún ætlaði nú að taka einn með sér í bílinn og var búin að stinga honum í vasann GetLost  En hann fékk að vera áfram í Þjórsárdalnum blessaður.  Svo héldum við af stað heim á leið upp úr kvöldmat á sunnud. og enduðum í mat hjá Svövu og Einari og Stebbi fór svo á Stokkseyri til að kveikja upp í brennunni og halda flugeldasýningu með BFÁ og við Svava skelltum okkur bara með.  Ferlegt fjör og hittum fullt af skemmtilegu fólki LoL  Sigrún fékk að vera hjá Reyni sínum á meðan og svo sóttum við hana eftir fjörið. 

Svo er ég að byrja að vinna aftur á morgun.  5 vikna sumarfrí bara búið Gasp  og maður búinn að eiga frábært frí í oftast algjörri blíðu.  Bara gaman.

Heyrumst


Verslunarmannahelgarbloggfærsla... púff

Jæja þá eru borgarbörnin mín farin aftur til síns heima eftir yndislega dvöl í sveitinni Smile  Ég leyfði þeim nú bara að eiga alveg frjálsan dag í dag og þau horfðu held ég á 5 myndir og nokkra þætti inn á milli W00t  já maður verður nú líka að vera góður.  Það þýðir ekki bara að píska þeim áfram í vinnu.  Neeeee ég held ég hafi nú verið nokkuð sanngjörn Smile  Þau máluðu nú líka nokkrar myndir í dag og skutluðu sér út þegar stytti upp.  Listamenn     Sætust    Þau fóru nú ekki heim fyrr en seint í kvöld og voru að horfa á sjónvarpið áður en þau fóru og Sigrún steinsofnaði í fanginu á Þuríði alveg búin á því eftir viðburðarríka viku.  Ég held hún hafi bara aldrei verið jafn virk og fjörug að leika sér í svona marga daga hérna í sveitinni því það vantar auðvitað leikfélaga fyrir hana flesta aðra daga Errm  Svo er hún líka duglegri að borða þegar hún hefur börn með sér sem geta borðað mikið  Grin  ég held hún hafi bara sjaldan borðað eins mikið krakkinn Shocking

En jæja Verslunarmannahelgin bara komin og það er langt síðan ég hef fengið svona svakalegan fiðring þegar sýnt er í fréttunum frá Vestmannaeyjum og Herjólfi og því öllu geimi.... oooooohhhh.  Væri svooooo til í að vera þarna núna.  Hver ætlar að koma með okkur fjölskyldunni á næsta ári???  Pöntum bara stórt hús til að vera öll saman í og gerum gott ferðalag úr þessu.  Förum á bílnum og verum í heila viku úti í Eyjum.  Með Einsa kalda.  Er hann þar enn?  Allir saman nú tralla la la tralla la la la la...  Lífið er yndislegt sjáðu.  Það er rétt að byrja hér...

En við ætlum nú að fara af stað á morgun með fellihýsið og vera þar sem er spáð 18 stiga hita og sól Cool  og búið að fylla á kælinn og svo er bara að bruna af stað    


Enn af vinnufólkinu...

Já það er mikið brallað í sveitinni þessa dagana.  Börnin eru búin að leika sér við hin ýmsu störf undanfarna daga.  Verið í fjósinu, hoppað á trampolíninu, horft á eina, tvær myndir, farið í sund á Selfoss, borðað pylsur hjá ömmu Þuru, mokað flórinn, borðað skúffuköku, húsmóðirin sultar úr rabarbara á meðan kýrnar eru reknar út í haga Joyful  Já það er búið að vera mikið fjör og mikið gaman. 

Skúffukaka og mjólk    Tekið með nightshot    Húsfreyjan í Vorsabæ leikur sér með myndavélina    Svo er ég búin að vera að leika mér með myndavélina síðustu daga.  Fékk nefninlega smá kennslu á vélina í brúðkaupinu um síðustu helgi þar sem að sessunautur minn á nákvæmlega eins vél Grin  Myndin af fjósinu er t.d. tekin með einhverskonar bláu prógrammi.  Þá fer maður í My colours og velur Vivid Blue og þá verður blái liturinn svona líflegri Cool  Og myndin af krökkunum er tekin með brúntóna prógrammi.  Og næturmyndin með nightshot.  Algjör snilld að geta leikið sér með þetta svona og mikil uppgötvun fyrir litla sveitalubbann að myndavélin bjóði upp á alla þessa möguleika Tounge hehehe.  Ég var bara með hana stillta á AUTO Shocking

En jæja.  Best að hendast út í garð og reyta svolítinn arfa.  Nóg er víst af honum hér.  Ætla svo að baka pizzu handa liðinu í kvöld.


« Fyrri síða

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband